Gervihnattarmyndir sýna að verið er að byggja verksmiðjuna að sögn bandarísku samtakanna Institute for Science and International Security sem skýra frá þessu í nýrri skýrslu.
Í skýrslunni kemur fram að nú nálgist veturinn hratt og reiknað sé með Rússar bæti í árásir sínar með Shahed-136 drónum gegn hinum mikilvægu orkuinnviðum í Úkraínu. Markmiðið sé að gera líf almenning erfitt.
Gervihnattarmyndirnar af verksmiðjunni passa við teikningar af verksmiðjunni en The Washington Post komst yfir þær fyrr á árinu.
Samkvæmt því sem segir í öðrum skjölum, sem hefur verið lekið, þá hafa Rússar í hyggju að bæta framleiðsluferli drónanna og betrumbæta þá.
Á gervihnattarmyndunum sést að verið að er að reisa aðrar byggingar nærri verksmiðjunni sem og öryggisgirðingu. Verksmiðjan er um 800 km austan við Moskvu.