fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Rússar byggja verksmiðju til fjöldaframleiðslu á drónum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 07:30

Íranskur dróni en Rússar eiga marga slíka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru að byggja verksmiðju þar sem þeir munu geta fjöldaframleitt dróna til að nota í Úkraínu. Drónarnir, sem eru af tegundinni Shahed-136, verða væntanlega notaðir til árása á úkraínska orkuinnviði.

Gervihnattarmyndir sýna að verið er að byggja verksmiðjuna að sögn bandarísku samtakanna Institute for Science and International Security sem skýra frá þessu í nýrri skýrslu.

Í skýrslunni kemur fram að nú nálgist veturinn hratt og reiknað sé með Rússar bæti í árásir sínar með Shahed-136 drónum gegn hinum mikilvægu orkuinnviðum í Úkraínu. Markmiðið sé að gera líf almenning erfitt.

Gervihnattarmyndirnar af verksmiðjunni passa við teikningar af verksmiðjunni en The Washington Post komst yfir þær fyrr á árinu.

Samkvæmt því sem segir í öðrum skjölum, sem hefur verið lekið, þá hafa Rússar í hyggju að bæta framleiðsluferli drónanna og betrumbæta þá.

Á gervihnattarmyndunum sést að verið að er að reisa aðrar byggingar nærri verksmiðjunni sem og öryggisgirðingu. Verksmiðjan er um 800 km austan við Moskvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax