fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

„Erfitt að fá ekki að fara heim til sín og maður skilur að fólk verði pirrað“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að sveitin hafi í mörg horn að líta þessa dagana. Bogi ræddi stöðu mála í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Staðan hjá okkur er bara skítsæmileg miðað við aðstæður, ef ég má nota það orð,“ sagði Bogi í upphafi viðtalsins.

Framundan hjá Boga og björgunarsveitinni er að renna yfir Grindavíkurbæ og sjá hvaða leiðir séu færar til að hleypa fólki inn í hugsanlega verðmætabjörgun í dag. Ákveðið verður í birtingu hvort unnt verði að hleypa hluta íbúa inn í bæinn og kemur það væntanlega í ljós á næstu klukkustundum. Ef af verður mun sveitin aðstoða yfirvöld við verkefnið.

Sjá einnig: Gunnar útskýrir hvað tekur við ef eldgos hefst á næstu klukkustundum

Aðspurður hvort ekki sé flókið að skipuleggja slíka björgun, meðal annars með tilliti til skemmda, sagði Bogi að líta þurfi til margra hluta. Þannig eru götur meðal annars sprungnar og það geri málið flóknara. Vilji sé til þess að allir fái að vitja sinna verðmæta en allir verði að komast heilir frá því.

Bogi sagði að almennt fyndi hann fyrir skilningi á þeirri stöðu sem upp er komin, en gripið var til þess ráðs að rýma Grindavíkurbæ á föstudagskvöld til að tryggja öryggi íbúa eftir að í ljós kom að kvikugangur hafði teygt sig undir bæinn. Aðeins lítill hluti íbúa fékk að fara inn á svæðið í gær til að vitja verðmæta en sem fyrr segir verður ákveðið með morgninum hvort fleiri fái að fara inn á svæðið.

„Maður finnur að það er svolítið mikill skilningur á þessu en það er líka erfitt að fá ekki að fara heim til sín og maður skilur að fólk verði pirrað,“ sagði Bogi og bætti við að allir væru að gera sitt besta.

„Í dag erum við að taka vissan part af bænum og við viljum ekki taka of stóran bita í einu,“ sagði Bogi og bætti við að betra væri að geta staðið við það sem sagt er í stað þess að svíkja fólk.

Í fréttum RÚV klukkan 8 kom fram að fundir væru nú í stjórnstöð Almannavarna með sérfræðingum Veðurstofunnar meðal annars. Þar verður meðal annars farið yfir hversu nálægt yfirborði kvikan er komin og hugsanlega verðmætabjörgun. Ef af henni verður verði aðeins einum af hverju heimili hleypt inn á svæðið. Þá muni leiðbeiningar fyrir fólk birtast á vef Almannavarna þegar ákvörðun liggur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks