fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Segja að Rússar verði fyrir miklu mannfalli þessa dagana og sætti sig við það

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 18:30

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sókn rússneskra hersveita á vígvellinum í Úkraínu þessa dagana er þeim dýrkeypt hvað varðar mannfall og hergögn.

Þetta kemur fram í nýlegu stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins.  Fram kemur að Rússar reyni nú að sækja fram og þurfi að þola mikið mannfall sem og tap á hergögnum.

Að undanförnu hefur verið hart barist við bæinn Avdiivka en þar sækja Rússar fram, eins og svo oft áður, yfir opið landsvæði að sögn ráðuneytisins.

Þessi sóknaraðferð þýðir að Rússar hafa orðið fyrir miklu manntjóni og telur ráðuneytið því líklegt að frá því í byrjun október hafi Rússar misst mörg þúsund hermenn á þessu svæði. Þess utan hafa þeir líklega misst um 200 brynvarin ökutæki á síðustu þremur vikum.

Ráðuneytið segir að þessi hernaðartækni Rússa sýni að yfirmenn hersins sé reiðubúin til að sætta sig við mikið mannfall og tjón á hergögnum til að ná takmörkuðum árangri á vígvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa