fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Segir ósamræmi á milli markmiða stjórnvalda og aðgerða þeirra

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. nóvember 2023 19:29

Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

“Framleiðsla á dýraafurðum losar töluvert magn gróðurhúsalofttegunda sem veldur loftslagsbreytingum, “ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna í viðtali í hlaðvarpinu Grænkerið.

“Búvörusamningar eru gerðir milli íslenskra stjórnvalda og bændastéttarinnar. Tilgangur samninganna er að tryggja tekjur fyrir bændur þannig að þeir framleiði matvæli. Ríkið eða stjórnvöld passi þannig upp á að matvælaframleiðsla, sem sé grunnþjónusta fyrir samfélagið eigi sér stað,“ segir hann.

Finnur telur mikilvægt að vera með stuðning við matvælaframleiðslu í landinu af því hún getur verið mjög kostnaðarsöm og það getur verið mjög þungt fyrir almenning að bera allan þann kostnað við raunframleiðslu ef því yrði velt inn í verðið.

„Samningarnir eru ágæt leið til að skapa stöðugleika og tryggja það að matvæli séu yfir höfuð framleidd hérna. Að sama skapi mætti þó gera það á mun skilvirkari hátt,“ segir hann.

85% af fjármunum búvörustyrkja fara í að framleiða mjólk og rautt kjöt. 

Finnur segir að vandamálið að hans mati sé fyrirkomulagið. “Það styrkir dýraafurðir rosalega mikið í samanburði við jurtaafurðir. Það samræmist bara ekki okkar markmiðum, hvorki í loftslagsmálum né þegar kemur að verndun náttúrunnar og heldur ekki þegar kemur að heilsu fólks”.

Hann tekur dæmi um hvernig núverandi fyrirkomulag er þegar kemur að hlutföllum þessa fjármuna. “Samtals árið 2020 þá voru 14,4 milljarðar króna sem fóru í þessa grunnstyrki í gegnum búvörusamningana. 85% fóru beint í að framleiða mjólk og rautt kjöt á meðan um 4% fóru í grænmetisframleiðslu. Það er mjög mikið ójafnvægi þarna á milli og við þurfum að hækka hlutfall styrkja sem fer í grænmetisframleiðslu,“ segir hann.

“Við vitum hversu mikil umhverfisáhrif framleiðsla á mjólk og rauðu kjöti hafa þannig að við sjáum að það er beinlínis ósamræmi á milli markmiða stjórnvalda í loftslags- og umhverfismálum og þess að þau séu að niðurgreiða framleiðslu á rosalega óumhverfisvænum matvælum”.

Finnur bætir við að “samningarnir gilda til 10 ára og eru endurskoðaðir tvisvar á gildistímanum. Það er óvanalegt að ríkið skuldbindi sig fjárhagslega til svona langs tíma og þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að þetta kerfið er mjög stirt og erfitt er að bregðast við óvæntum aðstæðum eins og til dæmis heimsfaraldri sem getur skapast á miðju gildistímabili. Þegar samningarnir eru endurskoðaðir eru yfirleitt gerðar mjög litlar breytingar á þeim”.

„Við getum sparað tvöfalt“

“Framleiðsla á dýraafurðum losar töluvert magn gróðurhúsalofttegunda sem veldur loftslagsbreytingum. Afleiðingar loftslagsbreytinga munu verða töluverðar á Íslandi og það mun kosta pening að takst á við þær. Við þurfum að byggja innviði og breyta allskonar kerfum þegar kemur að til dæmis fráveitu. Þannig að því meira sem við getum gert í dag til þess að koma í veg fyrir losun því meiri pening spörum við í framtíðinni,“ segir Finnur.

“Með því að framleiða jurtaafurðir erum við bæði að auka skilvirkni í framleiðslunni og fá meiri orku og næringu per krónu. Við erum að koma í veg fyrir kostnað við að takast á við loftlagsafleiðingar seinna meir”.

Bændur eru gríðarlega mikilvæg stétt í landinu 

Finnur segir að bændur séu einstaklingar sem vinna milkilvægt starf og hafa bæði gríðarlega þekkingu á matvælaframleiðslu en líka á því hvernig maður notar náttúruauðlindir.

„Bændur kunna að umgangast landið og þekkja það vel. Þeir sjá um að framleiða mat fyrir okkur öll og við ættum að bera virðingu fyrir þeim. Þess vegna er svo mikilvægt í hugleiðingum um kerfisbreytingar í landbúnaðarkerfinu og í hvaða kerfi sem er í rauninni , að eiga gott og hreinskilið samtal við þá aðila sem eru hinum megin við borðið. Við þurfum að gera það betur hérna á Íslandi.

Það er oft talað um að koma upp úr skotgröfunum. Ég veit ekki hvort við erum stödd í þeim en við þurfum að passa að við dettum ekki ofan í þær”.

Segir skorta pólitískan vilja til að innleiða nauðsynlegar breytingar

“Mín greining á loftslags- og umhverfismálum er að vandinn er ekki sá að við höfum ekki lausnirnar. Við höfum fullt af lausnum en vandinn liggur í skorti á pólitískum vilja til að innleiða þær breytingar sem eru nauðsynlegar,“ segir Finnur og heldur áfram:

„Ef við köfum dýpra og spyrjum af hverju það vanti pólitískan vilja. Jú, af því að þau sem hafa mestu völdin í samfélaginu græða kannski á núverandi ástandi svo þau vilja engu breyta. Til skemmri tíma þá græða þau á því.

Það er flókið að vera með marga hagsmunaaðila sem hafa ólíkar skoðanir. Ákveðin hagsmunaöfl eru sterk og hugnast ekki breytingar og þá getur verið erfitt að knýja þær fram. Þó það sé krefjandi að eiga við fólk sem er ósátt við ákveðnar breytingar er það bara eitthvað sem þarf að horfast í augu við”.

„Oftast er einhver sem hagnast á núverandi fyrirkomulagi“

Finnur segir að ef við ætlum að tryggja lífvænlega framtíð fyrir okkur á jörðinni og önnur dýr og plöntur sem búa hérna með okkur þá þurfum við að taka ákvarðanir sem að munu ekki endilega falla vel meðal ákveðinna aðila. Við þurfum að beita bæði hvötum og sköttum til þess að sporna við því að við neitum í miklu mæli matvæla sem hafa slæm áhrif á umhverfið.

“Við þurfum að taka allskyns óvinsælar ákvarðanir til þess að koma í veg fyrir hræðilegar afleiðingar fyrir okkur öll. Það er mjög erfitt að finna lausnir sem hugnast öllum því oftast er einhver sem hagnast á núverandi fyrirkomulagi. Ef við hugsum þetta út frá almenningssjónarmiði til lengri tíma þá borgar það sig fyrir okkur öll að gera þessar breytingar,“ segir hann.

Hægt er að hlusta á Grænkerið á Spotify, Apple podcast og helstu hlaðvarpsveitum. Þú getur hlustað á hann í heild sinni hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“