Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu. segir ráðuneytið að rússnesku hermennirnir eigi fullt í fangi með að reyna að viðhalda lágmarksþægindum á meðan þeir eru í fremstu víglínu.
Margir hermenn, sem hafa snúið heim, hafa skýrt frá því að þeir hafi verið „blautir frá toppi til táar“ vikum saman á meðan þeir voru í fremstu víglínu.
Þeir segja að þeir megi ekki einu sinni „hita sér einn tebolla“ því eldurinn getur komið úkraínskum hersveitum á spor þeirra. Þeir segja einnig að þeir þurfi að dvelja í leðju á meðan þeir eru í fremstu víglínu og fái fábreyttan mat.