fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Hörmulegur aðbúnaður rússneskra hermanna – Sagðir vera blautir vikum saman

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. nóvember 2023 07:00

Rússneskur hermaður drekkur te frá Úkraínumönnum á meðan hann hringir í móður sína - Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn, sem eru í fremstu víglínu í Úkraínu, eru blautir frá toppi til táar vikum saman og búa ekki við góðan aðbúnað.

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu. segir ráðuneytið að rússnesku hermennirnir eigi fullt í fangi með að reyna að viðhalda lágmarksþægindum á meðan þeir eru í fremstu víglínu.

Margir hermenn, sem hafa snúið heim, hafa skýrt frá því að þeir hafi verið „blautir frá toppi til táar“ vikum saman á meðan þeir voru í fremstu víglínu.

Þeir segja að þeir megi ekki einu sinni „hita sér einn tebolla“ því eldurinn getur komið úkraínskum hersveitum á spor þeirra. Þeir segja einnig að þeir þurfi að dvelja í leðju á meðan þeir eru í fremstu víglínu og fái fábreyttan mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“