fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fréttir

Gabríel Aron ákærður fyrir að ráðast með hnífi á sofandi konu – „Hann stakk mig ekki, hann slæsaði mig og skar rétt framhjá púlsæð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. október 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. október næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað gegn Gabríel Aron Sigurðarsyni fyrir rán og sérstaklega hættulega líkamsárás.

Í ákæru, sem er hreinsuð af nöfnum, staðsetningum og tímasetningum, segir að hinn ákærði hafi brotist inn í íbúð vopnaður hnífi, haft í hótunum við eina manneskju og neytt hana til af henda sér um 60 þúsund krónur í reiðufé.

Hann hafi síðan ruðst inn í svefnberbergi þar sem önnur manneskja lá sofandi og veist að henni með ofbeldi. Hann hafi tekið hana hálstaki og stungið hnífnum í hægri framhandlegg og hægri fótlegg konunnar með þeim afleiðingum að hún hlaut 4-5 cm ílanga rispu vinstra megin á hálssvæði, rispu á hægri hlið háls auk tognunar og ofreynslu á hálshrygg, um 10 sm sár á hægri framhandlegg og um 1 sm skurðsár á vinstri fæti sem sauma þurfti saman á bráðadeild.

Héraðssaksóknari krefst þess að Gabríel Aron verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Af hálfu konunnar sem varð fyrir árásinni er krafist 14 milljóna króna í miskabætur.

Árásin hefur haft langvarandi afleiðingar fyrir konuna

DV greindi frá umræddri árás sumarið 2022, birti mynd af sári konunnar og aðra mynd af blóðugu rúmi hennar í kjölfar árásarinnar. Myndirnar eru báðar hér í þessari frétt.

DV ræddi aftur við konuna við vinnslu þessarar fréttar og er hún ósátt við að Gabríel Aron hafi verið ákærður fyrir meiriháttar líkamsárás en ekki tilraun til manndráps enda hefði hún hæglega getað látist í atlögu hans. „Hann stakk mig ekki, hann slæsaði mig, og skar rétt framhjá púlsæð. Síðan lokaði hann bara dyrunum og fór burtu með úlpuna mína,“ segir hún. Þess er ekki getið í ákæru að Gabríel Aron fór burtu með 66°N úlpu konunnar af vettvangi.

„Mér finnst líka stórfurðulegt að hvorugri okkar var boðin áfallahjálp, samt var íbúðin öll úti í blóði þegar lögregla og sjúkralið komu á vettvang,“ segir konan ennfremur.

Konan hefur óttast um líf sitt allt frá því Gabríel Aron var látinn laus eftir að hafa setið af sér dóm fyrir annað ofbeldisbrot, sem DV greindi einnig frá árið 2022. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir alvarlegt ofbeldisbrot sem hann framdi á Vestfjörðum árið 2021, sjá hér.

Konan sem DV ræddi við hefur fengið vísbendingar sem benda til þess að Gabríel Aron sé með hana á heilanum og óttast hún hefndarárás frá honum. Einnig er hún mjög ósátt við að hafa ekki fengið úrskurðað nálgunarbann á hann.

Konan hefur glímt við langvarandi afleiðingar af árásinni og þurfti meðal annars að hætta námi í hárgreiðslu vegna lömunar í fingrum sem rakin er til árásarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun“

„Vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn staðfestir að erfðaefni Ásu var á strigapoka sem eitt líkið fannst í

Rannsókn staðfestir að erfðaefni Ásu var á strigapoka sem eitt líkið fannst í
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikilvægasta tækið á heimilinu

Mikilvægasta tækið á heimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“