fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ása Guðbjörg vill rándýru byssurnar til baka til að berjast við krabbameinið – Yfirvöldum þykir tilhugsunin ósmekkleg

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. október 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Guðbjörg Ellerup berst nú við krabbamein í brjósti og húð á meðan eiginmaður hennar, Rex Heuermann, situr í fangelsi grunaður um að vera Gilgo-strandar raðmorðinginn. Þegar Rex var handtekinn í sumar missti Ása sjúkratryggingu sína, en þá hafði hún nýlega verið greind með krabbamein.

Fyrir þá sem ekki þekkja þá virkar heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum þannig að sértu ekki sjúkratryggður, sem mun kosta þig töluvert ef þú færð ekki slíka tryggingu í gegnum vinnuveitanda, þá siturðu uppi með gífurlegan kostnað ef þú þarft að leita þér læknismeðferðar. Hér erum við ekki að tala um tugi þúsunda heldur fleiri milljónir.

Því hefur Ása krafist þess að yfirvöld afhendi henni þau skotvopn sem gerð voru upptæk á heimili hennar og Rex. Um er að ræða verðmæta safngripi og gæti söluandvirði skotvopnasafnsins hjálpað til með reikningana fyrir krabbameinsmeðferðinni.

Ósmekklegt að senda byssur heim til raðmorðingja

Ekkert mun vera því til fyrirstöðu að Ása fái til baka þau vopn sem löglega var aflað og haldið, nema það eitt að yfirvöld óttist hvernig það liti út að flytja fjölda skotvopna aftur inn á heimili grunaðs raðmorðingja. Lögmaður Ásu sagði við fjölmiðla að skotvopnin hafi enga þýðingu í málinu gegn Rex, enda voru þær konur, sem hann er grunaður um að hafa banað, ekki skotnar heldur var þeim banað með kyrkingu. Skotvopnasafnið inniheldur meðal annars byssur sem notaðar voru í frelsisstríðinu í Bandaríkjunum og báðum heimsstyrjöldunum. Bara þessar byssur eru metnar á tugi milljóna. Þar sem Ása og Rex eru að skilja teljist byssurnar hjúskapareign og eigi verðmæti þeirra að skiptast á milli þeirra til helminga.

Lögregla hafi eins lagt hald á skartgripi Ásu og pallbíl, en þetta eru líka verðmæti sem kæmu fjölskyldunni vel á þessum erfiðu tímum. Lögmaður Ásu, Bob Macedonio, segir að fjárhagsstaða þeirra sé bág. Ekki nóg með að heimilið hafi verið lagt í rúst í vettvangsrannsókn lögreglu heldur sé búið að leggja hald á allar eigur fjölskyldunnar sem hægt væri að koma í verð. Ása og börn hennar séu nú alfarið að reiða sig á styrki í gegnum GoFundMe síðuna.

Macedonio segir lögregluna þegar hafa skilað fjölda verðlausra muna sem lagt var hald á, svo sem kössum fullum af pappírum. Hvers vegna geti þeir ekki afhent þau verðmæti sem sannanlega hafi enga þýðingu fyrir rannsókn þeirra?

Ákæruvaldið hefur hins vegar farið þess á leit við dómara að þeim verði heimilað að senda byssurnar til lögreglunnar í næstu sýslu, Nassau-sýslu. En þar bjó Heuermann um tíma og er grunaður um að hafa þar átt ólögleg skotvopn.

Macedonio segir að meirihluti tæplega 300 skotvopna sem lögregla haldlagði hafi verið í löglegri eign og ættu því að koma til skipta við skilnaðinn sem hjúskapareignir.

Grunaður um tvö morð til viðbótar

Þegar Rex var handtekinn var hann ákærður fyrir að hafa banað þremur konum. Eins var talið líklegt að hann hefði banað þeirri fjórðu. Nú rannsakar lögregla hvort hann hafi banað tveimur konum til viðbótar, þeim Valerie Mack og Karen Vergata, en líkamsleifar þeirra fundust á víð og dreif um Long Island. Valerie skilaði sér ekki heim til fjölskyldu sinnar sumar 2000. Fyrstu merki um andlát hennar fundust sama ár, en fleiri merki fundust við Gilgo-ströndina ellefu árum síðar. Fætur Karen fundust í ruslapoka á Fire Island árið 1996. Höfuðkúpa hennar fannst ellefu árum síðar við Gilgo-ströndina.

Lögregla segist hafa fengið fjölda ábendinga eftir að Rex var handtekinn. Allt í allt fundust líkamsleifar 11 einstaklinga á Gilgo-ströndinni árin 2010 og 2011. Í flestum tilvikum var um að ræða vændiskonur, en öllum hafði verið banað á tímabilinu 1996-2011.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks