fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Klikkuð kjarnorkuvopnaummæli gætu komið Pútín í vanda

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. október 2023 07:00

Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland og ekki síst Vladímír Pútín hafa í hótunum með kjarnorkuvopnum sínum og viðra hugmyndir um að gera tilraunasprengingar. En það myndi vera „umdeilt og ganga of langt“ að mati rússnesku þjóðarinnar segir sérfræðingur.

Kjarnorkuvopnaskak Rússa er í þekktum gír þessa dagana. Pútín talar um ný kjarnorkuvopn og þingið ræðir hvort Rússland eigi að segja sig frá samningi um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Og þess utan hljóðar orðræðan upp á að allt sé þetta Vesturlöndum að kenna.

Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur í rússneskum málefnum, sagði í samtali við Ekstra Bladet að þetta væri sama gamla lagið sem hljómi í Rússlandi en að það sé ekki tilefni til að hafa miklar áhyggjur. Ein ástæða liggur aðallega að baki því mati hans.

„Það væri óvinsælt innanlands og þar með óráðlegt fyrir Pútín að láta gera tilraunasprengingar án þess að það sé þörf á því. Það væri umdeilt og sjokkerandi fyrir Rússa. Þeir eiga nú þegar fullkominn kjarnorkuvopn sem þeir þekkja vel,“ sagði hann.

Pútín staðfesti í síðustu viku að Rússar hefðu gert tilraunir með nýtt kjarnorkuknúið flugskeyti, Burevestnik, sem hafi gengið vel. Að hans sögn var þetta stór áfangi.

Á föstudaginn sagði forseti þingsins að Rússar muni hugsanlega segja sig frá samningi SÞ um bann við tilraunasprengingum kjarnorkuvopna.

Splidsboel sagði að ef þeir gera það, opni það á möguleikann fyrir þá að gera tilraunasprengingar og sé þetta liður í tilraunum Rússa til að þrýsta á Vesturlönd. Hins vegar sé engin ástæða til að trúa að þeir muni gera þetta. Bara það að þeir segi sig frá samningnum þýði ekki sjálfkrafa að þeir muni gera tilraunasprengingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“
Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir bongó um helgina

Útlit fyrir bongó um helgina
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“