fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fréttir

Eitt þúsund börn glíma við skólaforðun – Treysta sér ekki til að mæta í skólann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um eitt þúsund íslensk börn glíma við skólaforðun og treysta sér ekki til að mæta í skólann. Helstu áhættuþættirnir, þegar kemur að skólaforðun, eru kvíði og þunglyndi. Auk þess eru tilfinningavandi, hegðunarörðugleikar og skynáreiti áhættuþættir.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Unnsteini Jóhannssyni, verkefnisstjóra hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, að reikna megi með að fjöldinn sé mun meiri.

Í síðustu viku gerði Velferðarvaktin rannsókn á skólaforðun árið 2019 og sýndu niðurstöður hennar að 2,2% íslenskra barna þjást af skólaforðun. Þau treysta sér ekki til að mæta í skólann og eru ástæðurnar margvíslegar.

Guðrún Erla Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá BUGL, benti á að hugsanlega hafi börn einangrast enn frekar á tímum heimsfaraldursins „og dvelji því í sínum geðröskunum heima við,“ sagði hún.

Gunnsteinn sagði að skynáreiti reynist sumum erfitt. Þetta séu börn sem eiga erfitt með lykt, hávaða eða birtu og finna fyrir miklum óþægindum þegar þau mæta í skólann.

Gunnsteinn og Guðrún sögðu mikilvægt að mennta- og heilbrigðiskerfið vinni saman og grípi inn í og finni lausnir.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni
Fréttir
Í gær

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur