fbpx
Mánudagur 06.febrúar 2023
Fréttir

Varðskipið Freyja aðstoðar togara – Forsetinn um borð í varðskipinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. janúar 2023 09:40

Varðskipið Freyja. Mynd: Landhelgisgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varðskipið Freyja kom aflvana togara til bjargar í nótt en skipið var þá á leiðinni til Patreksfjarðar. Fyrirhugað er að Freyja verði hluti af minningarathöfn sem haldin er vegna snjóflóðsins á Patreksfirði árið 1983. Forseti Íslands, Guðni Th. Ágústsson, er um borð í varðskipinu. Áætlað er að varðskipið nái til togarans um kl. 11 og verður reynt að aðstoða vélstjóra við að koma vélum í gang, og ef það tekst ekki, verður togarinn dreginn til Ísafjarðar.

Farið er yfir málið í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, sem er eftirfarandi:

„Um kl. 0400 í nótt hafði skipstjóri togarans Hrafns Sveinbjarnasonar samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti að skipið væri aflvana um 50 sjómílur norð-norð-vestur af Straumnesi.

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Haft var samband við varðskipið Freyju sem þá var á leið inn á Patreksfjarðarflóa en fyrirhugað var að skipið yrði hluti af minningarathöfn vegna snjóflóðsins sem féll á Patreksfjörð fyrir 40 árum síðan og til stendur eftir hádegi í dag.

Varðskipið Freyja hélt af stað áleiðis til togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar og er áætluð koma skipsins að togaranum um kl. 11.00. Reynt verður að aðstoða vélstjóra togarans við að koma vélum í lag en ef það heppnast ekki þá draga hann áleiðis til Ísafjarðar. Sæmilegasta veður er eins og er þar sem Hrafn Sveinbjarnason er staddur en spáð er að veður versni þegar líða tekur á daginn.

Það vill hinsvegar svo til að forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, ásamt bílstjóra embættisins er staddur um borð í varðskipinu Freyju. Hann var sóttur til Grundarfjarðar í gærkvöldi en varðskipið var við útskipti á öldumælisdufli á Breiðafirði í gær og ákveðið í samráði við forsetann og forsetaembættið að hann sigldi með varðskipinu til Patreksfjarðar þar sem að tvísýnt var um landleiðina til að komast á á minningarathöfnina á Patreksfirði. Forsetinn var vakinn upp af værum svefni og rætt um hvort að hann vildi að reynt yrði að setja hann í land en vildi hann ekki að aðgerðir varðskipsins tefðust vegna þess og siglir því með skipinu. Að sögn skipherra varðskipsins Freyju er forsetinn orðinn sjóaður og fylgist vel með gangi mála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Zelenskyy sé öskureiður

Segir að Zelenskyy sé öskureiður
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Úkraína mun ekki nota ný langdræg flugskeyti sín til árása á rússneskt landsvæði

Úkraína mun ekki nota ný langdræg flugskeyti sín til árása á rússneskt landsvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt nötrar í Bandaríkjunum útaf kínverskum njósnaloftbelgjum – Kínverjar segja að um óhapp sé að ræða

Allt nötrar í Bandaríkjunum útaf kínverskum njósnaloftbelgjum – Kínverjar segja að um óhapp sé að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund ósátt við áhrifavalda – „Hér er verið að húkka far á okkar smartheitum“

Sigríður Hrund ósátt við áhrifavalda – „Hér er verið að húkka far á okkar smartheitum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hversu galið er það að setja barn í þessa óvissu í miðri meðferð?“

„Hversu galið er það að setja barn í þessa óvissu í miðri meðferð?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður segir vændi hafa aukist samhliða kipp í ferðaþjónustu – „Ekkert eftirlit“

Lögreglumaður segir vændi hafa aukist samhliða kipp í ferðaþjónustu – „Ekkert eftirlit“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Danir að fara að leika sterkan leik til stuðnings Úkraínu?

Eru Danir að fara að leika sterkan leik til stuðnings Úkraínu?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brúðkaupveislan breyttist í martröð eftir afdrifaríka ákvörðun brúðgumans á dansgólfinu

Brúðkaupveislan breyttist í martröð eftir afdrifaríka ákvörðun brúðgumans á dansgólfinu