fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Úkraínskur hershöfðingi segir að tekist hafi að brjótast í gegnum varnarlínu Rússa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 04:05

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir harða bardaga í Zaporizjzja hefur úkraínskum hersveitum tekist að komast í gegnum varnarlínur Rússa og sækja nú að enn einum bænum sem er á valdi Rússa. Nú reyna Úkraínumenn að stækka sóknarsvæði sitt.

Oleksander Tarnavsky, hershöfðingi, sem stýrir sókn Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu sagði í samtali við CNN um helgina að úkraínskar hersveitir hafi komist í gegnum rússneskar varnarlínur við bæinn Verbove í Zaporizjzja.  Hann sagðist eiga von á að það takist að sækja enn frekar fram þrátt fyrir að það gangi hægt fyrir sig.

„Við höfum brotist í gegn á vinstri vængnum og höldum áfram að sækja fram. Ekki eins hratt og við áttum von á, ekki eins og í kvikmyndum um síðari heimsstyrjöldina. En það mikilvægasta er að við missum ekki það frumkvæði sem við höfum nú,“ sagði hann.

Verbove er austan við bæinn Robotyne og er vinstri vængur þess fleygs sem úkraínskar hersveitir hafa náð að reka í rússnesku varnarlínurnar á síðustu vikum.

Fyrst tókst þeim að ná Robotyne úr klóm Rússa og nú hafa úkraínskir herforingjar augun á enn stærra skotmarki í suðri. Tarnavsky sagði að stóri árangur sóknarinnar verði ef Úkraínumönnum tekst að ná bænum Tokmak á sitt vald en það er mikilvægur bær vegna þess að járnbrautarteinar liggja um hann og hann er miðpunktur birgðaflutninga Rússa á svæðinu. Upplýsingar benda til að Rússar hafi komið upp öflugum vörnum við Tokmak vegna þess hversu mikilvægur bærinn er.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir að nú séu í fyrsta sinn staðfest merki þess að Úkraínumönnum hafi tekist að koma brynvörðum ökutækjum aftur fyrir skriðdrekavarnarlínur Rússa í hinni svokölluðu „Surovikin-varnarlínu“ á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“