fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Kanadamenn sagðir hafa upplýsingar sem tengja indverska diplómata við morðið á indverskum aðgerðasinna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 09:00

Hardeep Singh Najjir. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadamenn og Indverjar deila nú harkalega vegna morðsins á Hardeep Singh Najjir sem var myrtur í Kanada í júní. Hann var þekktur aðgerðasinni úr röðum Síkha og talsmaður stofnunar sjálfstæðs ríkis þeirra, Khalistan, sem á að vera á hluta landsvæðis sem tilheyrir Indlandi. Hann var skotinn til bana af tveimur grímuklæddum mönnum.

Eins og DV skýrði frá fyrir helgi þá saka Indverjar Kanadamenn um að veita hryðjuverkamönnum skjól og um leið þvertaka þeir fyrir að tengjast morðinu á Najjir. En að sögn kanadísku fréttastofunnar CBC þá eru kanadísk stjórnvöld með gögn sem tengja indverska diplómata við morðið.

Indland segir Kanada veita hryðjuverkamönnum skjól

Segir CBC að meðal þeirra gagna sem kanadísk stjórnvöld hafa séu samskipti indverskra embættismanna, þar á meðal diplómata sem starfa í Kanada.

Heimildarmenn innan kanadískra löggæslustofnana hafa gefið í skyn að indverskir embættismenn hafi ekki þrætt fyrir ásakanir Kanadamanna þegar kanadískir embættismenn settu þær fram á fundum bak við luktar dyr.

Forstjóri kanadísku leyniþjónustunnar, þjóðaröryggisráðgjafi landsins og ráðgjafi stjórnvalda um upplýsingaöflun fóru allir nýlega til Indlands til að reyna að fá indversk stjórnvöld til samstarfs um rannsóknina á morðinu en án árangurs.

Mikill þrýstingur er á kanadísk stjórnvöld að skýra frá hvað upplýsingum þau búa yfir um morðið. Justin Trudeau, forsætisráðherra, hefur ekki viljað staðfesta að stjórnvöld ætli að opinbera þessar upplýsingar. Hann ræddi við fréttamenn í New York fyrir helgi og sagði þá að hann vilji ekki stigmagna deiluna við Indverja og hvatti þá til að starfa með Kanadamönnum að rannsókn málsins.

Financial Times segir að sumar af þeim upplýsingum, sem Kanadamenn hafa, hafi þeir fengið frá bandamönnum sínum í Five Eyes bandalaginu en í því eru Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína