fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn eru komnir í gegnum helstu varnarlínu Rússa

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. september 2023 09:00

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska hernum hefur tekist að brjótast í gegnum helstu varnarlínu Rússa í suðausturhluta landsins. Eru brynvarin úkraínsk ökutæki komin í gegnum hana.

The Wall Street Journal segir að þetta sé stór áfangi eftir 3,5 mánaða langa gagnsókn Úkraínumanna.

Ónafngreindur foringi í úkraínska flughernum sagði að tekist hafi að sigrast á hindrunum á borð við skurði og steinsteypuklumpa en þeir eru yfirleitt notaðir til að hamla för skriðdreka.

Þessir steypuklumpar eru í daglegu tali nefndir „drekatennur“ en þetta einhverskonar ferkantaðir klumpar í pýramídaformi og þykja þeir koma að góðu gagni við að hamla för skriðdreka og annarra ökutækja.

The Wall Street Journal segir að myndbönd á samfélagsmiðlum sýni stórskotaliðsárásir Rússa á úkraínsk ökutæki á svæðinu og staðfestir það að sögn blaðsins að Úkraínumenn eru komnir í gegnum varnarlínuna.

Hugveitan Institute for the Study of War, sem fylgist náið með gangi stríðsins, skýrir einnig frá gegnumbroti Úkraínumanna á samfélagsmiðlinum X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga