fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Danir vilja fá orustuþotur lánaðar hjá Bandaríkjamönnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. september 2023 08:00

F-35 þoturnar eru smíðaðar af Lockheed Martin í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku komu fjórar F-35 orustuþotur til Danmerkur. Þetta eru fyrstu vélarnar, af þeim 27 sem Danir hafa keypt, sem voru afhentar. En áður en vélarnar lentu í Danmörku var tilkynnt að afhendingu á næsta skammti muni seinka um allt að hálft ár.

Nú vill Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra, kanna hvort hægt sé að fá F-35 vélar lánaðar hjá Bandaríkjaher til að mæta þessari seinkun. „Ég mun spyrja bandaríska varnarmálaráðherrann hvort við getum fengið nokkrar bandarískar flugvélar lánaðar um tíma þannig að ekki myndist eyða í afhendingunni,“ sagði Poulsen að sögn Danska ríkisútvarpsins.

Ef þetta gengur upp verða bandarísku vélarnar ekki í Danmörku. Þær munu gera Dönum kleift að fá nokkrar af þeim F-35 vélum, sem þeir eiga, sem eru í Bandaríkjunum. Þar eru sex danskar vélar í Luke Air Force Base í Arizona. Þær eru hluti af alþjóðlegum skóla þar sem notkun F-35 er kennd.

Poulsen er því að leggja til að dönsku vélarnar komi heim til Danmerkur og þær bandarísku verði nýttar við kennsluna í Arizona.

Danir ákváðu fyrir mörgum árum að kaupa 27 vélar af gerðinni F-35 en það eru fullkomnustu orustuþotur í heimi. Kaupverðið er 16 milljarðar danskra króna en það svara til um 320 milljarða íslenskra króna.  Nú eru uppi hugmyndir um að kaupa fleiri vélar og er það innrás Rússa í Úkraínu sem hefur kynt undir þeim hugmyndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína