fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingar taka COVID-19 heimapróf í gríð og erg – Gríðarleg söluaukning

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. september 2023 09:00

Heimapróf seljast vel þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt má telja að kórónuveiran hvimleiða sé í sókn, að minnsta kosti ef marka má söluaukningu á heimaprófum. Í ágúst nam aukningin 200% miðað við söluna í júlí.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Ólöfu Helgu Gunnarsdóttur, vörustjóra Lyfju. Hún sagði að salan sé ekki eins mikil og þegar verst lét í faraldrinum en söluaukningin sýni að líklega sé veiran í sókn.

„Við erum búin að vera að skima fyrir covid á heilsugæslustöðvunum allan tímann og líka uppi í Mjódd, og það eru helst þessir viðkvæmu hópar sem hafa komið, eins og eldra fólk og þeir sem hafa undirliggjandi sjúkdóma. Ég hef grun um að fleiri séu að smitast núna en sem betur fer eru einkenni væg hjá flestum, sérstaklega þeim sem eru yngri,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, tók undir þau orð Óskars og sagði að væg fjölgun smita hafi mælst í sumarlok en margir hafi smitast í sjálfum faraldrinum og því sé staðan víðs fjarri því að vera eins og í faraldrinum sjálfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness