Þetta hefur Morgunblaðið eftir Ólöfu Helgu Gunnarsdóttur, vörustjóra Lyfju. Hún sagði að salan sé ekki eins mikil og þegar verst lét í faraldrinum en söluaukningin sýni að líklega sé veiran í sókn.
„Við erum búin að vera að skima fyrir covid á heilsugæslustöðvunum allan tímann og líka uppi í Mjódd, og það eru helst þessir viðkvæmu hópar sem hafa komið, eins og eldra fólk og þeir sem hafa undirliggjandi sjúkdóma. Ég hef grun um að fleiri séu að smitast núna en sem betur fer eru einkenni væg hjá flestum, sérstaklega þeim sem eru yngri,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, tók undir þau orð Óskars og sagði að væg fjölgun smita hafi mælst í sumarlok en margir hafi smitast í sjálfum faraldrinum og því sé staðan víðs fjarri því að vera eins og í faraldrinum sjálfum.