fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Forstöðumaður Fíladelfíu segir flóttamenn frá Venesúela beitta órétti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 17:00

Hús Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavík. mynd/Einar Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Guðnason, prestur og forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, ritaði grein sem birt er í dag á Vísi.

Tilefni þess að Helgi stingur niður penna er þjóðfélagsástandið í Venesúela og staða flóttamanna þaðan hér á landi. Helgi, sem starfað hefur meðal innflytjenda hér á landi frá 2008, vill meina að það sé alls ekki óhætt að senda flóttamenn aftur til Venesúela eins og Útlendingastofnun haldi fram, slík sé upplausnin og ofbeldisaldan í landinu:

„Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar.“

Helgi segir að á nýlegri ráðstefnu, á vegum Evrópusambandins og kanadískra stjórnvalda hafi komið fram ýmsar tölur um stöðu mála í Venesúela:

„Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuð.“

Helgi segir að í nýlegri skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna komi ekkert fram sem gefi til kynna að ástandið í Venesúela hafi lagast og að flóttamenn þaðan geti brátt snúið til baka. Hann segir að skýrslunni komi fram að þeim fjölgi sem haldi aftur til Venesúela en það sé einkum vegna útlendingahaturs, sem fólkið hefur mætt í þeim löndum sem það hefur flúið til, og hversu bág kjör það hefur þurft að lifa við. Þau sem snúi aftur fái hins vegar oft að finna fyrir afleiðingum þess að hafa flúið.

Segir óréttlátt að breyta reglunum eftir komu flóttamanna

Í ljósi allra upplýsinga sem aðgengilegar eru um hversu mikil óöld ríkir í Venesúela telur Helgi það skjóta skökku við að Útlendingastofnun hafi tilkynnt að í ljósi batnandi ástands í landinu sé það ekki lengur sjálfgefið eins og var að flóttamenn þaðan fái hæli á Íslandi. Hann telur það einnig vart boðlegt að greiða flóttafólkinu fyrir að halda aftur til Venesúela:

„Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu.

Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin.

Hann spyr hvort fólk trúi því virkilega að þessi 93 prósent sem fengu neitun hafi komið til Íslands að ástæðulausu. Það sé vissulega ekki hægt að taka við ótakmörkuðum fjölda en það sé hins vegar óréttlátt að breyta reglunum gagnvart þeim sem komu til landsins á meðan gömlu reglurnar, þar sem sjálfgefið var að flóttamenn frá Venesúela fengju hæli, voru í gildi:

„En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna.

Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli.“

Helgi segir að aðaltriðið sé þó að Venesúela sé alls ekki orðið öruggt land þar ríki enn harðstjórn. Hann ber í lok greinarinnar upp spurningu til Íslendinga:

„Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Í gær

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun