fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2024 21:10

Skjáskot Kastljós.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og fulltrúi Íslands í Eurovision í ár segist hafa áttað sig á því að ákvörðun hennar um að taka þátt í keppninni þrátt fyrir gífurlega andstöðu við keppnina vegna þátttöku Ísraels og stríðsins á Gaza yrði umdeild. Viðbrögðin hafi hins vegar farið fram úr því sem hún hafði búið sig undir. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

„Ég átti alveg von á því að þetta yrði svolítið hressandi og öðruvísi kannski en ég átti að venjast, en þetta fór örlítið fram úr því,“ segir Hera. Hún játar að hafa gert mistök í viðtali við ísraelskan fjölmiðil:

Ég átti kannski ekki alveg von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölunum. En ég vissi alveg að ég þyrfti að passa hvernig ég orðaði hlutina og auðvitað gerði ég alveg mistök, eins og til dæmis þegar ég var að tala við ísraelskan vefmiðil úti, áttaði mig ekki á því fyrr en undir lok viðtalsins. – Ég notaði kannski of stór orð. Mér voru þá gerðar upp alls kyns meiningar og alls kyns pólitískar skoðanir. Ég væri alfarið með öðru liðinu í liði sem er algjörlega kolrangt. Ég lærði mikið af þessu.“

Hera hefur lagt áherslu á að Eurovision sé í eðli sínu ekki pólitískur viðburður. Engu að síður hefur hatrömm pólitík blandast í keppnina. Hún segir að sýn hennar á Eurovision sé skýr:

„Ég bý bara yfir þeirri barnatrú að Eurovision sé friðarboðskapur. Fyrir mér er Eurovision svið sem predikar friðarboðskap.“ Segir hún að friðarboðskapur og samtal sé fyrir henni boðskapur keppninnar.

Hún minnti á störf sín fyrir SOS Barnaþorp sem hafi gert palestínskum barnafjölskyldum kleift að flýja stríðsátök í Rafah og inn í barnaþorp SOS í Betlehem.

„Það sem ég líka trúi á er þetta samtal milli aðila. Ég hef sjálf starfað með samtökum sem eru SOS Barnaþorp, ég hef heimsótt Palestínu og barnaþorp þar og þau samtök starfa á  þessum samtalsgrundvelli og þeirri trú að engum eigi að mismuna þegar kemur að því að manneskja er hjálparþurfi og í þess tilviki börnin. Ég er í ágætu sambandi við mína litlu vini þarna í Palestínu í barnaþorpinu í Betlehem og í gegnum SOS Barnaþorp hef ég fengið að koma að verkefnum sem hafa skilað um 20 milljónum króna frá Íslandi til Rafah og barnaþorpsins í Betlehem,“ sagði Hera og minnir á að SOS Barnaþorp hafi byggt upp traust í samskioptum við Ísrael og Palestínu með friðarboðskap og vilja til samtals að leiðarljósi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Fleiri nýleg gjaldþrot Ásgeirs – Mörg hundruð milljónir í súginn

Fleiri nýleg gjaldþrot Ásgeirs – Mörg hundruð milljónir í súginn
Fréttir
Í gær

Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund: „Furðulegar spurningar satt að segja“

Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund: „Furðulegar spurningar satt að segja“