fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 07:06

Verkefni lögreglu voru fjölbreytt að vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og gista tveir einstaklingar fangaklefar nú í morgunsárið. Alls voru bókuð 53 mál í kerfum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Lögregla handtók ölvaðan mann á Austurvelli í gær en hann hafði verið að áreita gesti á bar í nágrenninu og sýnt af sér ógnandi hegðun. Hann var handtekinn við komu lögreglu á vettvang og fluttur á lögreglustöð þar sem málið fór í hefðbundið ferli.

Þá var lögregla send ásamt sjúkraliði í heimahús en þar kvaðst aðili hafa orðið fyrir líkamsárás. Við komu viðbragðsaðila á vettvang brást hann ókvæða við og sýndi af sér ógnandi hegðun gagnvart lögreglu og sjúkraliði. Þrátt fyrir nokkrar fortölur af hálfu lögreglu og sjúkraliðs á vettvangi náði maðurinn engri stjórn á sér og fór að hann var handtekinn eftir að hafa brotið rúðu í hamaganginum. Málið er í rannsókn.

Lögreglu var svo tilkynnt um grunsamlegar ferðir manns í miðborginni sem var að sögn tilkynnanda að taka í hurðarhúna og lýsa inn í bifreiðar. Mannsins var leitað en fannst ekki við leit lögreglu.

Leigubílstjóri óskaði svo eftir aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í vandræðum með farþega sem neitaði að borga fargjald. Var honum leiðbeint með framhaldið af hálfu lögreglu.

Loks var tilkynnt um ölvaðan einstakling sem hótaði afgreiðslufólki á bensínstöð. Við komu lögreglu á vettvang kannaðist maðurinn ekki við neitt og var honum því vísað á brott en á því stigi lágu engar kröfur fyrir í málinu.  Nokkru síðar barst lögreglu önnur tilkynning um einstakling sem væri með hótanir í verslun skammt frá og reyndist það vera sá hinn sami. Hann var færður í lögreglutök og streittist hann á móti handtöku. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir vafasama aðila hafa fengið ríkisborgararétt í gegnum Alþingi

Segir vafasama aðila hafa fengið ríkisborgararétt í gegnum Alþingi
Fréttir
Í gær

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu hljóta myndarlegan styrk upp á 3,5 milljónir króna frá stofnun Leifs Eiríkssonar

Ellefu hljóta myndarlegan styrk upp á 3,5 milljónir króna frá stofnun Leifs Eiríkssonar