fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Grunaður um að hafa haldið konunni sinni fanginni í 12 ár – Sagði að hún væri með krabbamein

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. ágúst 2023 19:00

Frá bænum Forbach

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur maður, 55 ára að aldri, er grunaður um að hafa haldið eiginkonu sinni, 53 ára, fanginni í íbúð í bænum Forbach í Frakklandi, í 12 ár. Sumir franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að maðurinn hafi beitt konuna pyntingum og pyntingabekkur hafi verið á heimilinu. Bild Zeitung í Þýskalandi segir saksóknara í málinu ekki hafa staðfest þessar upplýsingar.

Frönsku miðlarnir hafa jafnframt nefnt til sögunnar minnisbók þar sem maðurinn hafi skrifað niður pyntingaaðferðir og næringu fyrir konuna. Saksóknari segir að þetta sé ekki staðfest.

Konan hringdi í neyðarlínu er hún komst með einhverjum hætti yfir síma sinn. Þá fór boltinn að rúlla, sjúkralið sótti konuna og maðurinn var handtekinn í dag. Konan er sögð hafa verið vannærð og með áverka.

Er konan kom í sjúkrahús greindi hún læknum og hjúkrunarliði frá því að hún hefði verið lokuð inni í húsinu í 12 ár. Rimlar eru sagðir vera fyrir öllum gluggum í íbúð hjónanna.

Bild ræddi við nágranna hjónanna sem segja að maðurinn hafi verið kurteis og vingjarnlegur. Þeir segjast hins vegar aldrei hafa séð konuna. Einstaka sinnum heyrðist hún öskra. Maðurinn gaf þær skýringar að hún væri með krabbamein og væri kvalin vegna verkja.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa