fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Sigmar segir hvöss orð Arnþórs dapurleg – „Mannslíf eru í húfi“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 17:00

Sigmar Guðmundsson. Mynd: Heiða Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson alþingismaður hefur tjáð sig um orð Arnþórs Jónssonar, fyrrverandi stjórnarmanns og starfsmanns SÁÁ og  sem gagnrýndi harðlega meðferðarstarf á sjúkrahúsinu Vogi eftir að yfirlæknir þess, Valgerður Rúnarsdóttir, greindi frá því að innlögnum ungs fólks hefði fækkað.

Sjá einnig: Arnþór reiðir til höggs og segir Valgerði til syndanna – „Hverju á fólk að trúa?“

Sigmar, sem hefur ekki farið í grafgötur með að hann hefur áður átt í erfiðleikum með áfengi og þurft á þjónustu SÁÁ að halda, segir orð Arnþórs dapurleg og ósanngjörn:

„Mikið óskaplega eru þetta dapurleg og ósanngjörn skrif hjá fyrrverandi starfsmanni SÁÁ sem birtast nú á dv.is. SÁÁ hefur alltaf verið gott skjól fyrir fólk með mjög alvarlegan krónískan sjúkdóm. Það var gott skjól á Vogi þegar Þórarinn og Arnþór störfuðu þar, en áherslur samt aðrar. Síðan tekur nýtt fólk við og það verða breytingar. Mjög jákvæðar breytingar, í takt við breytta tíma og vakningu, til að mynda um að ekki sé endilega heppilegast að karlar og konur séu alltaf saman í meðferð og að auka megi ýmsa sérhæfða þjónustu.“

Segir að meðferðarstarf verði aðþróast

Hann segir óhjákvæmilegt að svona þjónusta þróist í takt við nýja tíma og nýja þekkingu. Sjúkrahúsið Vogur hafi í gegnum tíðina hjálpað mörgum og þar á meðal honum. Sigmar segir að Arnþór ætti að kveðja SÁÁ með meiri reisn en sé yfir þeim orðum sem hann hafi látið falla um starfsemina á Vogi eins og hún er í dag og að á endanum ættu öll að geta sameinast um að sinna sjúklingum:

„Þeir sem voru einu sinni á sviðinu ættu að yfirgefa það með aðeins meiri reisn en birtist í þessum skrifum. Vera ánægðir með sitt framlag, en tala ekki niður það sem tekur við, þótt áherslur kunni að breytast. Valgerður Rúnarsdóttir er að gera frábæra, en ólíka hluti en Þórarinn og Arnþór gerðu á sínum tíma. Þeirra framlag var samt frábært. Er ekki bara betra að við einbeitum okkur sameiginlega að því markmiði að efla þjónustu við fíkla, sjúklinga, en að henda út í loftið svona leiðindabombum?“

Þótt verið sé að gera ýmsa góða hluti við meðferð fíkla segir Sigmar að það sé hægt að gera miklu betur og minnir á að vandinn sé mikill:

„Þótt margt sé vel gert, er enn hægt að gera miklu, miklu betur. Við missum ungt fólk í tugatali á ári hverju vegna ópíóðafíknar. Margir látast vegna ofneyslu annara vímugjafa. Fjöldin sem fremur sjálfsvíg vegna sjúkdómsins er ógnvænlegur. Við sem berjumst við hann á hverjum degi þekkjum skuggalega marga sem hafa látist. Það deyja fleiri úr þessum sjúkdómi en almenningur gerir sér grein fyrir. Hættum að rífast, vinnum frekar saman. Hagsmunir sjúklinga sem þurfa alls konar ólíka hjálp eru í húfi. Mannslíf eru í húfi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda