fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fréttir

Arnþór reiðir til höggs og segir Valgerði til syndanna – „Hverju á fólk að trúa?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. ágúst 2023 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, Valgerður Rúnarsdóttir, greindi frá því að ungt fólk hafi mun síður leitað meðferðar á Vogi síðustu þrjú árin, en um væri að ræða verulega fækkun á innlögnum. Valgerður sagði að þessa tölfræði þurfi að skoða betur en ljóst sé að um jákvæðar fréttir sé að ræða. Hún sagði í samtali við Vísi að aðgengi að meðferð fyrir ungmenni, 25 ára og yngri, væri gríðarlega gott og nái Vogur að sinna öllum hópum sem óski eftir því. Þetta þýði að færri séu að neita fíkniefna. Neytendahópurinn sé minni en áður og telur Valgerður að þar hafi faraldur Covid spilað stórt hlutverk.

Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður og stjórnarmaður í SÁÁ, segir ummæli Valgerðar þversagnakennt. Hann sakar hana um að draga of víðtækar ályktanir af innlögnum ungmenna og að ljóst sé að ástæðan sé ekki sú að neysla hafi minnkað heldur frekar að meðferðin á Vogi sé nú verri en hún var.

Hann vekur athygli á þessu á Facebook þar sem hann sagði að ungmenni sem leita á Vog forði sér úr meðferð eftir aðeins fáeina daga þar sem meðferðin sé innihaldslaus, kraftlaus og leiðinleg. Það hafi spurst út hversu slæm þjónustan er orðin og það séu fleiri en ungmennin sem veigri sér við að leita til SÁÁ í dag. Minnir hann á að Valgerður hafi sagt um daginn að það væri svo mikið að gera á Vogi vegna ópíóíðafaraldursins að hún hreinlega hefði ekki mannskapinn til að sinna meðferðinni og þyrfti spítalinn meira fjármagn. Nú sé hún þó að segja að spítalinn sé hálftómur þar sem lítið sé að gera. Veltir Arnþór fyrir sér hverju fólk eigi að trúa, því sem hún segir nú, eða því sem hún sagði fyrir skömmu.

Vísar Arnþór þarna líklega til ummæla Valgerðar sem féllu í samtali við RÚV í febrúar á þessu ári. En þá sagði hún að aldrei hafi fleiri leitað á Vog vegna ópíóíðafíknar heldur en nú, vandinn hafi aldrei verið meiri og ungt fólk væri að sækja í lyfin meira en áður. Valgerður  sagði svo við RÚV í apríl að hún óttaðist að það stefndi í metár í andlátum vegna fíknisjúkdóma. Hún sagði að SÁÁ vantaði fjármagn, Vogur væri ekki fullnýttur þar sem ekki væri fjármagn til staðar til nýta plássin til fulls. Vogur geti gert betur og vilji gera meira.

Valgerður sagði við Iceland Review í nóvember á seinasta ári milli áranna 2010 og 2022 hafi fjöldi skjólstæðinga Vogs sem glímdi við ópíóíðafíkn aukist um 200 prósent.

Ekki steinn yfir steini

Arnþór segir að það standi ekki steinn yfir steini í því sem Valgerður segi. Hann skrifar.

„Mikið sem þetta er allt þversagnakennt. Ungmenni sem koma á Vog, hlaupa út samdægurs eða eftir einn til tvo daga af því að meðferðin er orðin svo innihaldslaus, kraftlaus og leiðinleg. Um daginn voru þrír yngri en 25 ára á sjúkrahúsinu Vogi en ættu að vera nær þrjátíu. Slök þjónustan spyrst út. Og það eru ekki bara ungmennin sem eru hætt að koma til SÁÁ – spítalinn er hálftómur alla daga á sama tíma og endurkomufólk, veikasta fólkið, þarf að bíða í sex til sjö mánuði eftir innlögn. Það eru engin fagleg rök á bak við slíka stýringu.

Visir.is segir: „Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna [ungmenni hafa á síðustu þremur árum hætt að koma til SÁÁ] en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir.“

Það er ekkert annað. Í sjónvarpinu um daginn sagði forstjórinn að það væri svo mikið að gera á Vogi vegna ópíóíðafaraldurs að hún hefði ekki mannskap til að sinna meðferðinni og þyrfti meiri peninga. Þess vegna væri spítalinn ekki rekin með fullum afköstum. Það er auðvitað þversögn að segja það sé svo brjálað að gera að draga þurfi úr afköstum. Núna upplýsir hún okkur aftur á móti um að spítalinn sé hálftómur vegna þess hve lítið sé að gera – að ungmenni hafi á síðustu þremur árum, á dramatískan hátt, hætt að koma til SÁÁ.

Hverju á fólk að trúa? Hvað varð um ópíóíðafaraldurinn? Hvað varð um unga fólkið? Hvað varð um þjónustu SÁÁ?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn
Fréttir
Í gær

Sjáðu nýjustu treyju Víkings sem fær góð viðbrögð – ,,Óður til samfélagsins í 108″

Sjáðu nýjustu treyju Víkings sem fær góð viðbrögð – ,,Óður til samfélagsins í 108″
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári svarar Helgu – Katrín hafi ekki stutt hann heldur Þórólf

Kári svarar Helgu – Katrín hafi ekki stutt hann heldur Þórólf
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit