fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Pútín tjáði sig um fangelsun þeirra sem gagnrýna stríðið – „Allir verða að fylgja ákveðnum reglum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. ágúst 2023 08:00

Endar Vladimír Pútín dinglandi í ljósastaur? Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Rússar, sem hafa gagnrýnt innrásina í Úkraínu, hafa verið fangelsaðir vegna skoðana sinna og það sama á við um marga andstæðinga Vladímír Pútíns. Pútín tjáði sig um þessar fangelsanir á laugardaginn þegar hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi.

Í síðustu viku var félagsfræðingurinn og rithöfundurinn Boris Kagarlitsky hnepptur í gæsluvarðhald til 24. september. Hann er sakaður um að hafa hvatt til hryðjuverka.

Í maí var leikstjórinn Yevgenyia Berkovits handtekin, sökuð um að réttlæta hryðjuverk í tengslum við verðlaunað leikrit um rússneskar konur sem eru, með aðstoð spjallrása á Internetinu, fengnar til að giftast öfgasinnuðum íslamistum í Sýrlandi.

Pútín var spurður út í mál þeirra á fréttamannafundinum.

„Það er 2023 og Rússland á í vopnuðum átökum við nágrannaríki. Ég tel að við þurfum að hafa ákveðnar skoðanir á fólki sem skaðar okkur innanlands. Við verðum að muna, að til að við getum náð árangri, einnig á átakasvæði, verðum við öll að fylgja ákveðnum reglum,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki þekkja Kagarlitsky og Berkovits. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þessi nöfn og ég skil ekki alveg þau gerðu eða hvað var gert við þau. Ég er bara að segja þér frá almennum skoðunum mínum á þessu vandamáli,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“