fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Dóttur hennar var rænt og hún myrt – Hneyksluð vegna máls Carlee Russell en segist ekki sjá eftir að stjórna leitinni að henni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 22:00

Mál Carlee Russell hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað er ég mjög reið,“ segir Angela Harris, sem stýrði leitinni að Carlee Russell, en mál hennar vakti mikla athygli nýlega. Harris segir í viðtali við People að hún hafi orðið fyrir áfalli að heyra að Russell laug að samfélaginu og lögreglunni, en segist þó ekki hika við að leita að Russell aftur, komi til þess, og koma henni heilu og höldnu heim. 

Leitin að Russell

Carlethia „Carlee“ Nichole Russell, sem er 25 ára, hvarf 13. júlí eftir að hafa hringt í neyðarnúmerið 911 um klukkan 21.34. Í símtalinu sagðist hún hafa séð smábarn á aldrinum þriggja til fjögurra ára gamalt gangandi við suðurakbraut Interstate 459 nálægt Birmingham í Alabama. Eftir tveggja daga umfangsmikla leit að henni um allt fylkið gekk Russell berfætt og illa til reika inn á heimili sitt og var hún flutt á sjúkrahús til skoðunar. Tíu dögum eftir að Russell sneri heim að nýju, gaf hún út yfirlýsingu og viðurkenndi að að hafa skáldað allt atvikið. 

Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði lögreglan ekki að meint mannrán Russell væri gabb, en kallaði hegðun hennar og netleitarvirkni dagana fyrir hvarf hennar „furðulega“. Nick Derzis, lögreglustjóri í Hoover, sagði að áður en hún hvarf hefði Russell leitað að því hvort þú „verðir að borga fyrir Amber Alert eða ekki,“ hver hámarksaldur Amber Alert er og að myndinni Taken.

„Það eina sem við vissum var að við þyrftum að finna Russell því hennar var saknað og hvergi að finna,“ segir Harris. „Það eiga það allir skilið. Ég gerði allt sem ég átti að gera, ég og liðið mitt, og við gerðum það á réttan hátt.“

Leitaði að dóttur sinni í mánuð áður en lík hennar fannst

Harris hefur sjálf lent í álíka aðstæðum, en 23. október þaríð 2019 var 19 ára dóttur hennar, Aniah Blanchard, rænt af bensínstöð í Auburn í Alabama. Þegar Harris leitaði sjálf sleitulaust að dóttur sinni, en hún var týnd í 32 daga áður en lík hennar fannst, heyrði hún rödd dóttur sinnar segja við hana: „Mamma, vinsamlegast láttu þetta ekki gerast fyrir neinn annan.“ Harris segist hafa svarað dóttur sinni upphátt: „Elskan, ég geri það ekki.“

Hún stóð við loforðið til dóttur sinnar og hefur gert það að tilgangi sínum og ævistarfi að hjálpa öðrum fjölskyldum að leita að týndum ástvinum sínum. Harris stofnaði Aniah’s Heart, sjálfseignarstofnun sem beitir úrræðum til að aðstoða fjölskyldur sem leita týndra ástvina sinna, auk þess að deila mikilvægri fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldisverk í framtíðinni.

Harris fær símtöl vikulega frá fjölskyldum vegna týndra einstaklinga og þegar hún vaknaði þann 14. júlí við fjölda skilaboða um hvarf Russell þurfti hún ekki að hugsa sig tvisvar um að veita aðstoð.  Hún setti sig í samband við vin Russell, sem sagði henni að bíl Russell hefði fundist við þjóðveginn og síminn hennar hefði verið skilinn eftir í bílnum.

„Staðan var sú að við þurftum að keyra allt í gang, þannig að ég hringdi í teymið mitt. Foreldrar Russell voru þegar að tala við fréttamann og síðan sögðust þeir hafa fengið ábendingu og væru að fara til Georgíu,“ segir Harris sem segir móður Russell, Talitha, hafa beðið sig um aðstoð. 

Lögreglan í Hoover sagði Harris að þeir myndu leita á vettvangi fyrst, svo hún og teymið hennar sáu um að dreifa blöðungum um hvarfið til íbúa á förnum vegi og báðu fólk um að deila leitinni á öllum samfélagsmiðlum.Teymið setti upp stjórnstöð, setti saman kort og undirbjó að leita á vettvangi þegar lögregla hefði lokið sinni leit þar.

Harris segist hafa fundið fyrir þeirri tilfinningu að Russell væri í hættu. Eftir heilan leitardag án árangurs byrjuðu nokkrir í teymi hennar að hafa efasemdir um hvarfið, Harris fékk síðan símtal frá vini Russell, sama vininum og hún hafði samband við fyrst. Sagðist hann hafa heyrt að Russell væri á hóteli. En áður en Harris gat kannað þá ábendingu fékk hún símtal um að Russell væri komin heim til sín. Móðir hennar staðfesti það og að Russell væri á leið til skoðunar á sjúkrahúsi. Daginn eftir buðu foreldrar Russell Harris í mat með fjölskyldunni, þar sem Harris og Carlee föðmuðust og Carlee þakkaði Harris fyrir alla aðstoðina í leitinni að sér.

@jody.with.a.y #carleerussell #angelaharris #aniahsheart ♬ original sound – Jody Tiffin

Orðlaus þegar sannleikurinn kom í ljós

Segist Harris hafa orðið orðlaus daginn eftir þegar hún horfði á blaðamannafundinn þar sem sannleikurinn kom í ljós. Að Russell laug til um hvarf sitt í einu og öllu. „Ég er bara að reyna að vera yfirveguð og hlutlaus því eitthvað segir mér að þannig þurfi ég að vera. Auðvitað er ég mjög reið innst inni. En ég sé alls ekki eftir neinu.“

Segir Harris að atvik eins og mál Russell, þar sem hún blekkti almenning, geti skapað vandamál í þeim tilvikum þegar fólk hverfur í alvörunni.

„Ef ég gæti stjórnað öllu þá myndi enginn einstaklingur hverfa framar. En því miður virkar heimurinn ekki þannig. En ég held að þegar fólk lýgur eins og Russell gerði þá veldur það því að fólk lætur hlutina sig ekki varða þegar næsta hvarf verður og mun ekki verða jafn fljótt til að bjóða fram aðstoð sína og taka þátt í leit,“ segir Harris.

 „Ég held áfram með Aniah’s Heart og mun halda áfram að fræða fólk um öryggi og kenna sjálfsvarnarnámskeið. Ef einhvers annars er saknað og hann þarf á aðstoð okkar að halda munum við styðja fjölskylduna  og leita ef við þurfum. Þetta er í raun það sem ég, fjölskylda mín og allir hjá Aniah’s Heart einbeita sér að núna. Ég vil ekki að fólk hiki næst, ég vil að öll mannshvörf verði tekin alvarlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“