„Ef ég væri Prigozhin, myndi ég hafa miklar áhyggjur. NATO er með opnar dyr stefnu, Rússar eru með opna glugga stefnu. Hann verður að hafa það í huga,“ sagði Blinken á öryggisráðstefnunni í Aspen í Colorado í síðustu viku.
Hann sagði erfitt að segja til um hversu mikið skammvinn uppreisn Prigozhin og hans manna hafi veikt Pútín en sagði að „brestir“ séu komnir í völd Pútíns.