fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

NATO býr sig undir árás Rússa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 04:10

Breskir hermenn á æfingu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir niðurskurð áratugum saman undirbýr NATO stórhuga varnaráætlun sem miðar að því að verjast árás Rússa. Víglínan nær frá Norðurskautinu til Svartahafsins sem gerir að verkum að möguleikar Rússar eru nær óendanlegir og þá um leið gríðarleg áskorun að verjast.

Á leiðtogafundi aðildarríkja NATO, sem fór fram í Vilnius í vikunni, var stórhuga varnaráætlun samþykkt. Áætlunin telur mörg þúsund blaðsíður og útskýrir í smáatriðum hvernig á að verjast rússneskri árás.

Það er stríðið í Úkraínu sem veldur því að NATO endurlífgar sameiginlegar varnir sínar en sameiginlegar varnaráætlanir hurfu af sjónarsviðinu í kjölfar hruns Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins.

„Við erum sannfærð um að Rússar munu endurreisa (her sinn að stríðinu í Úkraínu loknu, innsk. blaðamanns). Þess vegna byggjast áætlanirnar ekki á núverandi ástandi rússneska hersins, heldur á ástandi rússneska hersins áður en hann réðst inn í Úkraínu,“ sagði Rob Bauer, aðmíráll og yfirmaður hernaðarnefndar NATO, um áætlunina.

Hann dró enga dul á að áætluninni hefur verið flýtt um 18 mánuði vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er uppi. Það mun þó taka aðildarríkin mörg ár að ná að uppfylla markmið áætlunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK