fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Bras Boris heldur áfram – Framkvæmdaleyfi gæti dregið dilk á eftir sér

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands stendur nú enn á ný í brasi og að þessu sinni ekki á sviði stjórnmálanna eða hneyklismála heldur vill hann byggja sundlaug við glæsihýsi sitt í Oxfordshire. 

Johnson og eiginkona hans Carrie keyptu og staðgreiddu sveitasetrið fyrr á þessu ári eftir að Johnson hraktist af ráðherrastóli og greiddu 3,8 milljón punda fyrir, eða um 655 milljónir króna. Setrið er 400 ára og níu herbergja.

Hjónin sóttu í síðata mánuði um leyfi fyrir framkvæmdum á lóð sinni, sem er næstum fimm hektarar og þar má meðal annars finna garð með múrvegg, sýki og tennisvöll. Hjónin vilja nú bæta við sundlaug að stærð 11 metrar x 4 metrar umkringd flísalögðu svæði. Beiðnin er nú á samráðsstigi og mun niðurstaða fást í næsta mánuði.

Ef að leyfi fæst fyrir framkvæmdum þá er björninn ekki alveg unnin fyrir hjónin því í ljósi aldurs og staðsetningar eignarinnar þá er hún talin vera á „talsvert fornleifafræðilegum og áhugaverðum stað“ og munu þau því verða krafin um að fylgjast með hvort fornleifar finnist við framkvæmdir og að láta þar til gerð yfirvöld vita. Talið er að á lóðinni hafi verið umsáturskastali frá 12. Öld. Nokkrar athugasemdir hafa einnig þegar borist við áætluðum framkvæmdum frá nágrönnum hjónanna.

Hafa kaup hjónanna á eigninni og nýja framkvæmdabeiðnin valdið nokkurri hneykslun í Bretlandi þar sem margir almennra borgara eiga í erfiðleikum með að ná endum saman í kjölfar vaxtahækkanda og aukins kostnaðar við matarkaup og almenna framfærslu.

Johnson er þó ekki þar, enda ekki blankur þó hann hafi hrakst úr embætti 10. Júlí 2022. Í febrúar fékk hann 2,5 milljón punda fyrirframgreiðslu frá Harry Walker umboðsskrifstofunni og jafnframt fékk 510 þúsund punda fyrirframgreiðslu fyrir ritun endurminninga hans, þannig hafa tekjur hans eftir lausn úr embætti alls numið tæpum 5 milljónum punda eða um 862 milljónum króna. Einnig er talið að Johnsons hafi fengið um eina milljón punda á tveimur árum sem dálkahöfundur blaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð