fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Rússneskur hershöfðingi sagður hafa fallið í flugskeytaárás

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 04:08

Oleg Tsokov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski hershöfðinginn Oleg Tsokov er sagður hafa fallið í flugskeytaárás Úkraínumann á bæinn Berdjansk í gær.

CNN hefur þetta meðal annars eftir Petro Andriushchenko, ráðgjafa úkraínska borgarstjórans í Maríupól en sá er raunar ekki í borginni því hún er á valdi Rússa.

Engar opinberar tilkynningar hafa borist frá Rússum um málið en margir rússneskir herbloggarar hafa skýrt frá þessu á Telegram.

Hin rússneska Military Informant síðan skrifaði að Tsokov hafi fallið þegar Úkraínumenn gerðu árás á Berdjansk með breskum Storm Shadow stýriflaugum. Síðan er með rúmlega 600.000 fylgjendur.

Ef þetta er rétt, þá er Tsokov níundi rússneski hershöfðinginn sem fellur í stríðinu og raunar sá hæst setti að sögn The Telegraph.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar