fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Á fjórða hundrað barna á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 23. júní 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, lagði fram í borgarráði, þann 25. maí síðastliðinn, fyrirspurn um hversu mörg börn eru með foreldrum sínum á biðlistum eftir öruggu leiguhúsnæði í borginni. Í fyrirsprun Sönnu sagði meðal annars:

„Láglaunafólk með börn á leigumarkaði er í mjög erfiðri stöðu, skýrsla Vörðu fjallar um stöðu foreldra og einstæðra foreldra sem og kjarafréttir Eflingar sem hafa tekið út stöðu barnafólks. Þrátt fyrir að margir foreldrar séu í viðkvæmri stöðu fjárhagslega, þá fá ekki öll að sækja um félagslegt leiguhúsnæði þar sem þau uppfylla ekki skilyrðin. Óskað er eftir þeim upplýsingum sem Reykjavíkurborg hefur um fjölda þeirra barna sem bíða eftir því að komast í öruggt leiguhúsnæði (eins og í félagslegt leiguhúsnæði eða leiguhúsnæði hjá óhagnaðardrifnu félagi).“

Í fyrirspurninni óskar Sanna eftir að fjöldinn verði sundurliðaður eftir aldri og hvort börnin búi hjá einstæðum foreldrum eða foreldrum í sambúð. Svar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurninni var lagt fram á reglubundnum fundi borgarráðs í gær. Velferðarsvið var eingöngu með upplýsingar um fjölda barna á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg en ekki fjölda þeirra sem eru á biðlistum eftir húsnæði hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum eða Félagsstofnun stúdenta.

Alls eiga 383 börn lögheimili hjá foreldrum sem eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg en þar að auki eru 20 börn sem eru í umgengni hjá foreldrum sem eru á listanum. Samkvæmt svari velferðarsviðs eru 215 börn úr þessum hópi með lögheimili hjá einstæðri móður, 146 hjá foreldrum í sambúð og 22 hjá einstæðum feðrum. Fjölmennustu aldurshóparnir eru börn frá 3-5 ára og 6-9 ára. Í fyrrnefnda aldurshópnum eru 84 börn en 85 í þeim síðarnefnda.

Af þeim 20 börnum sem eru í umgengni hjá foreldrum á biðlistanum eru 11 í umgengni hjá einhleypum körlum, 8 hjá einhleypum konum og 1 hjá fólki í sambúð.

Eins og áður segir hafði velferðarsvið ekki upplýsingar um fjölda barna þeirra foreldra sem eru á öðrum biðlistum eftir leiguhúsnæði sem er leigt út á félagslegum forsendum. Svo sem hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum eða Félagsstofnun stúdenta. Velferðarsvið segir í svari sínu að það hafi heldur ekki upplýsingar um biðlista eftir húsnæði hjá hagnaðardrifnum leigufélögum eins og t.d. Ölmu eða Heimavöllum.

Það er því ekki ólíklegt að fjöldi barna á biðlistum eftir leiguhúsnæði í Reykjavík sé enn meiri en þessi tæplega 400 sem eru á biðlistanum hjá borginni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?
Fréttir
Í gær

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund