The Guardian segir að Shoigu hafi sagt að það sé nauðsynlegt að bæta í framleiðsluna til að „mæta þörfum rússneska hersins í hinni sérstöku hernaðaraðgerð“.
Orð Shoigu eru í samræmi við orð Vladímír Pútíns, forseta, í síðustu viku en þá sagði hann að rússneska herinn skorti „nákvæmnisflugskeyti, fjarskiptabúnað, flugvélar, dróna og fleira“ en hann hélt því þó fram um leið að Úkraínumenn hefðu beðið gífurlegt tjón á fyrstu tveimur vikum gagnsóknar sinnar.
Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, sagði um helgina að úkraínskar hersveitir hefðu náð að hrekja Rússa aftur á bak á nær öllum vígstöðvum í suðurhluta landsins. Nú hafi hersveitirnar komist um 2 km áfram.