fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Þetta bendir til vaxandi vandamála í kerfi Pútíns

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. júní 2023 04:15

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraunir rússneska varnarmálaráðuneytisins til að fá Wagner-hópinn undir sína stjórn hefur opnað fyrir mikið uppgjör fyrir opnum tjöldum. Þetta bendir til þess að vaxandi óstöðugleiki sé farinn að gera vart við sig í valdakerfi Pútíns.

Það hefur lengi kraumað undir niðri en það sauð ekki upp úr fyrr en á síðustu dögum þegar Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, gaf út fyrirmæli um að allir þeir hópar, sem berjast með rússneska hernum í Úkraínu, skuli skrifa undir samning við varnarmálaráðuneytið í síðasta lagi þann 1. júlí og fara undir stjórn þess.

Þessi fyrirmæli gætu í raun virst vera formlegheit skriffinna en það eru þau ekki í augum Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner-hópsins. Hann þvertekur fyrir að skrifa undir og hefur hjólað í yfirstjórn hersins síðustu daga. „Wagner mun ekki skrifa undir neinn samning við Shoigu,“ sagði hann.

Wagner er hluti af heildarkerfinu. Wagner segir hershöfðingjum til hægri og vinstri frá aðgerðum sínum, foringjum annarra eininga, býr yfir mikilli reynslu og er mjög skilvirkur. Því miður eru flestar af sveitum hersins ekki eins skilvirkar,“ sagði hann einnig.

Jótlandspósturinn bendir á að það hafi aldrei áður gerst að átök hafi verið svo opin í valdakerfi þar sem nær allar deilur eru leystar bak við luktar dyr þar sem Pútín og hans fólk í Kreml ræður ríkjum.

Pútín kom fram í sjónvarpi í vikunni og virtist gefa í skyn að hann styðji ráðuneytið því hann sagði að samningarnir eigi meðal annars að auðvelda yfirvöldum að veita liðsmönnum Wagner félagslega aðstoð.

En deilunum er langt frá því að vera lokið og verður að segjast að tímasetningin er ekki góð því rússneski herinn stendur frammi fyrir gagnsókn Úkraínumanna og gæti klofningurinn orðið Moskvu dýrkeyptur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti