fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Prigozhin segist ekki skrifa undir samning við Pútín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. júní 2023 08:00

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski málaliðahópurinn WagnerGroup mun ekki skrifa undir samning við rússneska varnarmálaráðuneytið.

Þetta sagði Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner, í yfirlýsingu á Telegram síðdegis á sunnudaginn.

Ástæðan fyrir þessum ummælum hans er að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hefur að sögn sett fram þá kröfu að allir sjálfboðaliðar, sem berjast með Rússum í Úkraínu, skuli skrifa undir samning við rússneska herinn fyrir 1. júlí.

Þessi krafa nær einnig til málaliðahópa á borð við WagnerGroup.

En þessi krafa fellur ekki í góðan jarðveg hjá Prigozhin að sögn Reuters. Hann hefur margoft gagnrýnt yfirstjórn rússneska hersins og Shoigu.

WagnerGroup barðist mánuðum saman við Úkraínumenn um yfirráð yfir Bakhmut og telja bandarísk yfirvöld að um 20.000 liðsmenn Wagner hafi fallið í bænum. Der Spiegel segir að WagnerGroup hafi staðið á bak við fjöldamorðin í Butja í upphafi stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”