Kerfin áttu að vera ein helsta grunnstoðin í vörn Rússa gegn sókn Úkraínumanna, sem hófst nýlega, að mati margra sérfræðinga.
Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) fjallaði um þetta í nýlegri stöðufærslu um gang stríðsins. „Vopnakerfin, sem nú eru brak eitt, eru ein þau „viðbjóðslegustu“ í rússneska vopnabúrinu,“ skrifaði hugveitan.
TOS-1A er stundum kallað tómarúmssprengjur en Rússar hafa nefnt það „Brennandi sól“. Kerfið er þekkt fyrir gríðarlegan eyðileggingarmátt. Kerfið virkar í tveimur þrepum. Í því fyrra losar það eldfim efni, yfirleitt eldsneyti eða litlar málmagnir. Þessi efni eru hönnuð til að fara inn í hús, loftvarnarbyrgi og holur. Því næst verður sprenging þegar seinna þrepið kveikir í efnunum og úr verður mikill eldhnöttur og höggbylgja.
Myndbönd, sem erlendir fjölmiðlar hafa staðfest að séu ósvikin, sýna að tvö slík kerfi voru nýlega sprengd í loft upp í suðausturhluta Úkraínu. Annað í Zaporizjzja og hitt í Donetsk.
ISW segir að Úkraínumenn hafi líklega notað Paladin 155 mm fallbyssukúlur sem var skotið með M109-fallbyssum sem þeir fengu frá Bandaríkjunum.
A 155mm M109A6 Paladin reportedly destroyed a Russian 220mm TOS-1 Solntsepyok in the direction of Zaporizhzhia. pic.twitter.com/W6xueJ6d07
— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) June 9, 2023