fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Eyðilögðu ein mikilvægustu vopnakerfi Rússa – „Afgerandi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. júní 2023 04:14

TOS-1A. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska TOS-1A flugskeytakerfið er þekkt fyrir gríðarlegan eyðileggingarmátt. En á síðustu dögum tókst Úkraínumönnum að eyðileggja tvö slík kerfi í suðausturhluta Úkraínu.

Kerfin áttu að vera ein helsta grunnstoðin í vörn Rússa gegn sókn Úkraínumanna, sem hófst nýlega, að mati margra sérfræðinga.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) fjallaði um þetta í nýlegri stöðufærslu um gang stríðsins. „Vopnakerfin, sem nú eru brak eitt, eru ein þau „viðbjóðslegustu“ í rússneska vopnabúrinu,“ skrifaði hugveitan.

TOS-1A er stundum kallað tómarúmssprengjur en Rússar hafa nefnt það „Brennandi sól“. Kerfið er þekkt fyrir gríðarlegan eyðileggingarmátt. Kerfið virkar í tveimur þrepum. Í því fyrra losar það eldfim efni, yfirleitt eldsneyti eða litlar málmagnir. Þessi efni eru hönnuð til að fara inn í hús, loftvarnarbyrgi og holur. Því næst verður sprenging þegar seinna þrepið kveikir í efnunum og úr verður mikill eldhnöttur og höggbylgja.

Myndbönd, sem erlendir fjölmiðlar hafa staðfest að séu ósvikin, sýna að tvö slík kerfi voru nýlega sprengd í loft upp í suðausturhluta Úkraínu. Annað í Zaporizjzja og hitt í Donetsk.

ISW segir að Úkraínumenn hafi líklega notað Paladin 155 mm fallbyssukúlur sem var skotið með M109-fallbyssum sem þeir fengu frá Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“