Berlingske skýrir frá því að út frá fjölda ljósmynda og myndbandsupptaka megi ráða að Pútín vilji ekki vera litli maðurinn þegar hann er innan um fólk.
Á myndum, sem hafa verið birtar á Twitter af rússneskum áróðursrásum, sést hvernig Pútín hefur fundið snjalla lausn til að verða hærri en þeir 170 cm sem hann er í raun.
Á mynd frá heimsókn hans í Moskvuháskóla sést að undir skóm hans eru sérstakir hælar sem geta hækkað hann um allt að 15 cm.
Vestrænir sérfræðingar segja að ekki eigi að vera óþægilegt að vera í skóm af þessu tagi.