fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Úkraínumenn færast nær því að fá F-16 orustuþotur – Þjálfun flugmanna hefst á Vesturlöndum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. maí 2023 09:29

F-16 á flugi yfir Danmörku. Mynd:Flyvevåbnets Fototjeneste/Forsvarskommandoen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn færast nú nær því að fá F-16 orustuþotur frá vestrænum bandalagsríkjum sínum. Fyrir helgi var tilkynnt að Bretar, Hollendingar, Belgir og Danir séu reiðubúnir til að annast þjálfun úkraínskra flugmanna á þessa tegund véla. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, styður þessa þjálfunaráætlun og tilkynnti á fundi G7 um helgina að Bandaríkin muni ekki setja sig á móti því að vestræn ríki láti Úkraínumönnum F-16 vélar í té.

Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að það styttist í að þeir fái F-16 orustuþotur til umráða.

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við Danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að tilgangurinn með að láta Úkraínumenn fá F-16 vélar sé að gera þeim kleift að ná yfirráðum í lofti yfir Úkraínu.

Með þeim geti þeir skotið rússneskar stýriflaugar niður og flogið með fram víglínunni og þannig gert rússneskum orustuþotum, sem eru á flugi Rússlandsmegin við víglínuna, erfitt fyrir.

Ef Úkraínumenn fá F-16 vélar munu strangar reglur verða settar um notkun þeirra. Þeir munu eingöngu mega nota þær yfir úkraínsku landsvæði. Þeir hafa þróað sín eigin vopn sem þeir geta notað í Rússlandi en vestræn vopn mega þeir ekki nota þar, aðeins á úkraínsku landsvæði.

Nielsen sagði að það muni svo sannarlega skipta miklu máli fyrir Úkraínumenn ef þeir fá F-16 og þá ekki síst ef þeir fá mörg hundruð slíkar vélar en mikið er til af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“