fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Systir manns sem sveik út stórfé af reikningi látins föður tjáir sig – „Finnst þetta mjög mikil lítilsvirðing gagnvart föður okkar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systir manns sem sakfelldur var fyrir stórfelld fjársvik gagnvart föður sínum gagnrýnir vinnubrögð Íslandsbanka í málinu. Segir hún með ólíkindum að hægt sé að millifæra 11 milljónir króna með símtali af reikningi sem viðkomandi er ekki með prókúru á.

DV frá málinu í morgun: Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi manninn þann 11. maí síðastliðinn. Maðurinn hringdi í Íslandsbanka, kynnti sig fyrir starfsmanni bankans sem látinn faðir sinn, gaf upp leyninúmer á reikningi föðurins látna og lét starfsmann bankans millifæra 11 milljónir króna af reikningnum inn á sinn eigin reikning. Auk þess var maðurinn ákærður fyrir að hafa tekið 100 þúsund krónur úr hraðbanka með greiðslukorti föðurins. Brotin áttu sér stað árið 2021. Maðurinn játaði og var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess að greiða dánarbúi föður síns háa fjárhæð.

Systir mannsins þakkar fjölmiðlum fyrir að vekja athygli á málinu og segir:

„Það er ótrúlegt að nokkur geti komið svona fram við látinn föður sinn sem hann til og með fékk að búa hjá. Hann hafði ekki prókúru á reikninga föður síns en hefur sjálfsagt fundið leyninúmerið. Mér finnst líka Íslandsbanki sleppa of vel, að það skuli vera hægt að millifæra 11 milljónir gegnum síma. Þetta er mjög lítið öryggi sem fólk hefur í bankanum þegar svona er hægt. En það er auðvitað engin afsökun fyrir glæpnum.“

Konan býr í Noregi og er ekki alin upp af föður sínum en segir að samband við hann og milli annarra í fjölskyldunni hafi verið friðsamlegt og engar deilur hafi verið í gangi. Hún segir ennfremur:

„Ég hef aldrei átt í deilum við bróðir minn og hefði aldrei trúað því að hann kæmi svona fram. Finnst þetta mjög mikil lítilsvirðing gagnvart föður okkar.“

Sjá dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax