fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Flutti tvö kíló af metamfetamíni til landsins en sleppur við fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. maí 2023 17:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun (12. maí) var maður sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja inn til landsins með flugi tæplega tvö kíló af metamfetamíni með 77-80% styrkleika.

Maðurinn gekkst við brotinu og sýndi frá upphafi samstarfsvilja í rannsókn lögreglu. Var það virt honum til refsilækkunar. Til refsihækkunar horfði hins vegar að hann var eigandi hinna haldlögðu fíkniefna og flutti þau til landsins til söludreifingar í ágóðaskyni.

Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en öll refsingin er skilorðsbundinn. Í dómi héraðsdóms segir um þetta segir að alla jafna kæmi ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna í tilviki sem þessu en horfa verði til þess að mikill dráttur hafi orðið á málinu. Afbrotið var framið sumarið 2019 en núna ber maðurinn ábyrgð á uppeldi tveggja barna, er í fastri vinnu og fær hin bestu meðmæli í skriflegu vottorði frá vinnuveitanda. Segir þar að hann sé heiðarlegur og duglegur.

Um skilborðsbindingu refsingarinnar segir ennfremur í dómnum:

„Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun