fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Skrílslæti og ógnandi hegðun unglinga í Subway Selfossi – „Í rúmlega 2 tíma að berja og sparka í rúðurnar öskrandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu manna hópur unglinga, á að giska 14-15, var með ógnandi framkomu og skrílslæti inni í Subway, Eyrargötu 2 á Selfossi, í gærkvöld. Verslunarstjórinn Ása Björk Þórisdóttir greinir frá þessu í íbúahópi Selfyssinga á Facebook.

Hún segir að drengirnir hafi verið með yfirgengilegan dónaskap og neituðu þeir að yfirgefa staðinn eftir lokun. Þeir héldu hurðinni þannig að ekki var hægt að læsa og ollu starfsfólki ótta með mjög ofbeldisfullri framkomu. Ása skrifar:

„Hæhæ, ég er verslunarstjóri á Subway og langar að koma mikilvægum upplýsingum áfram á alla foreldra.

Uppá síðkastið hafa ungir drengir verið að koma í kringum lokun til að fá afgangs kökur gefins, sem er allt í góðu.

En í gær mættu 10 drengir (myndi giska að þær væru í 8 bekk, mögulega 9. Mér finnst ólíklegt að þeir séu í Vallaskóla þar sem ein ung dama var að vinna og er i Vallaskóla og kannast ekki við þá)

En þeir neituðu að fara út þegar það var búið að loka, voru með dólg og þvílíkan dónaskap og þegar starfsfólkið mitt sem er mjög mikið af 10 bekkingum og ungu fólki reyndi að reka þá út þá harðneituðu þeir. Þeir héldu hurðinni þannig að ekki var hægt að læsa eða henda þeim út.

Svo stóðu þeir fyrir utan í rúmlega 2 tíma að berja og sparka í rúðurnar öskrandi, endaði með því að það var 2x hringt á lögguna.“

Ása segir að drengirnir hafi vakið starfsfólkinu mikinn ótta með framferði sínu. Hún biður foreldra barna og unglinga sem sækja í Subway til að fá afgangskökur um að tala við börnin sín um þetta. Hún veit ekki hverjir drengirnir eru en segir að þeir fái aldrei aftur afgangskökur á Subway Selfossi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“