fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Innbrot í hverfisverslun – „Innbrot á sálina“

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 8. maí 2023 16:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 10:30 í gærmorgun var framið innbrot í verslunina Lóla Flórens að Garðastræti 6 í Reykjavík. Í versluninni, þar sem m.a. eru seld föt og munir í „vintage“ stíl, er einnig rekið kaffihús og boðið upp á t.d. myndlistarsýningar.

Eigendur verslunarinnar hafa lagt sig fram við að nýta hana til að stuðla að góðri hverfisstemmningu. Í sama húsnæði var lengi rekin verslun á vegum Hjálpræðishersins.

DV ræddi við Írís Ann Sigurðardóttur, sem er ein eigenda verslunarinnar. Hún segir að af öryggiskerfi verslunarinnar megi ráða hvenær innbrotið hafi verið framið. Innbrotið var framið tæplega hálfri klukkustund áður en verslunin var opnuð í gær.

Íris segir að þjófurinn hafi sparkað upp útidyrahurð verslunarinnar og tekið sjóðskassann með sér. Hún var ekki tilbúin að greina frá því hversu mikið af fé var í kassanum en sagði að tjónið fælist ekki síður í þjófnaðinum á kassanum sjálfum.

Að sögn Írisar voru ekki öryggismyndavélar í versluninni en hins vegar hafi nú verið ákveðið að setja þær upp.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er inn í verslunina en brotist var inn fyrir tæplega fjórum mánuðum. Í fyrra innbrotinu var farið nákvæmlega eins að. Íris telur því mjög líklegt að um sé að ræða sömu aðila. Hún telur víst að viðkomandi hafi kannað aðstæður í versluninni á opnunartíma í ljósi þess hversu skamman tíma innbrotið tók.

Lóla Flórens er ekki stórt fyrirtæki og að sögn Írisar er verslunin fyrst og fremst rekin af ástríðu. Þess vegna segir hún að henni líði eins og um sé að ræða „innbrot á sálina.“

Íris sagði fyrst frá innbrotinu á Facebook-síðu sinni og hvetur þar eigendur annarra fyrirtækja í nágrenninu til að skilja sjóðskassa sína eftir tóma og opna til að lágmarka tjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás