fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ungir leikmenn sitja eftir með sárt ennið eftir svikið heiðursmannasamkomulag – Vonar að barna- og unglingaráð Tindastóls sé stolt af vinnubrögðunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 20:21

Þórir Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vestra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vestra á Ísafirði, er allt annað en sáttur með vinnubrögð barna- og unglingaráðs Tindastóls. Í pistli sem Þórir birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni fer hann yfir raunir 11. flokks Vestra í körfubolta en liðið rétt missti af sæti í úrslitakeppni 2. deildar flokksins eftir að kvörtun barst frá Tindastólsmönnum vegna leikmanns í Vestra sem var ári eldri en aðrir leikmenn.

Vandræði við að fullmanna yngri flokka

Eins og fleiri lið á landsbyggðinni glíma Vestra menn við það vandamál að oft er erfitt að fullmanna yngri flokkanna. Sú var raunin í þetta skipti en einn drengur sem stundaði æfingar hjá Vestra var sá eini sem var ári eldri en þeir sem mega spila í 11. flokki. Til þess að drengurinn hefði einhver verkefni hafði körfuknattleiksdeild Vestra samband við öll önnur lið í 2. deildinni, þar á meðal Tindastól, og óskaði eftir undanþágu fyrir þennan tiltekna dreng til að spila með flokknum. Það reyndist auðsótt og hófust þá leikar.

Niðurstaðan varð sú að lið Vestra náði 4. sæti deildarinnar, síðasta sæti inn í úrslitakeppnarinnar en Tindastólsmenn þurftu að sætta sig við 5. sætið. Við þá niðurstöðu virðast Sauðkrækingar ekki hafa viljað una.

Kvörtuðu til að komast inn í úrslitakeppnina

Í dag barst mér svo tölvupóstur frá KKÍ sem tilkynnti mér að það hefði borist formleg kvörtun frá Tindastól vegna þess að við höfðum notað ólöglegan leikmann í leikjunum á móti þeim,“ skrifar Þórir. 

Í regluverki KKÍ kemur skilmerkilega fram að ekki megi nota leikmann sem sé ári eldri en aðrir keppendur í flokknum og því var Tindastóli dæmdur sigur, 20-0, í tveimur leikjum gegn Vestra. Úrslitin héldust hins vegar í þriðja leik liðanna í þeim hafði Tindastóll sigur. Úrslitin þýða að Tindastóll kemst í úrslitakeppnina á kostnað Vestra.

Furðar sig á að fólk geti gengið á bak orða sinna

Við getum auðvitað ekkert gert og tökum þessu, enda var þessi áhætta til staðar. Ég hinsvegar velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags og hvort að fólki finnist svona auðvelt að ganga á bak orða sinna? Ég vill trúa því að það sé mikill minnihluti sem geri það og erum við bara óheppin að hluti af því fólki er í barna- og unglingaráði Tindastóls,“ skrifar Þórir, allt annað en sáttur.

Hann segist samt vilja  óska drengjunum í Tindastóli til hamingju með að vera komnir í úrslitakeppnina og óskar þeim góðs gengis.

Vona að stjórn barna- og unglingaráðs Tindastóls sé líka stolt af þessum vinnubrögðum sínum. Ef þið spyrjið mig þá myndi ég segja að þau séu ekki til útflutnings,“ skrifar Þórir og lætur fylgja með skjáskot af staðfestingu þess efnis að  barna- og unglingaráðs Tindastóls á fallist á samkomulagið um að drengurinn mætti spila í deildinni.

Uppfært:  Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að samaskiptaleysi milli aðila innan félagsins hafi gert það að verkum að gerðar voru athugasemdir við liðsskipan Vestra, andstæðings Tindastóls, með þeim afleiðingum að Tindastóli var dæmdur sigur. Það var ekki í anda undanþágusamkomulags sem gert hafði verið á milli þeirra félaga sem tóku þátt í mótinu og því hefur Tindastóll ákveðið að draga lið sitt úr keppni og víkja þar með fyrir liði Vestra.

Tindastóll biðst velvirðingar á þessum mistökum og óskar Vestra velgengni í undanúrslitum mótsins.

Sauðárkróki 25. apríl 2023

Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar Tindastóls,
Dagur Þór Baldvinsson, formaður

 

Færsla Þóris í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni