fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Sviku út yfir milljón króna með því að borga með fölsuðum evruseðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann fimmta maí næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíku í máli yfir fimm mönnum sem ákærðir eru fyrir peningafölsun og fjársvik í janúar árið 2021. Mennirnir greiddu fyrir vörur og þjónustu með vel fölsuðum evruseðlum og fengu gefið til baka í íslenskum krónum. Í flestum tilvikum fengu mennirnir greitt til baka nokkra þúsundkalla eða tugi þúsunda en í einni verslunarferðinni tókst þeim að fá borgað til baka yfir eina milljón króna.

Í nafnhreinsaðri ákæru héraðssaksóknara í málinu segir á einum stað:

„Á hendur x, y og z með því að hafa í kringum miðnætti dagana d 2020, í félagi og í blekkingarskyni, afhent starfsmanni samtals 35 stykki af fölsuðum 100 evru seðlum og 22 stykki af fölsuðum 200 evru seðlum h og fengið afhent til baka samtals 1.084.828 krónur.“

Lögregla gaf út tilkynningu um málið fyrir meira en þremur árum. Þar sagði að svo virtist sem mennirnir hafi keypt búnt af fölsuðum evruseðlum í Rússlandi:

„Um helgina tókst svindlurum að koma nokkuð af evruseðlum í umferð. Aðferðin sem að þeir beittu var að fara með háa seðla, 100 og 200 Evrur og versla lítið eitt með þeim. Þeir herjuðu einna helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla. Þetta var hópur sem fór víða.

Svindlararnir fóru stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og smávörur en fengu svo afgang í íslenskum krónum. Þannig tókst þeim að verða sér úti um talsverða peninga.

Fljótt á litið eru þetta sambærilegir seðlar evrum. En þeir standast enga nánari skoðun ef menn vita að hverju á að leita. Svo virðist sem að svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi.“

Sem fyrr segir verður aðalmeðferð í málinu snemma í maí en málið kom upp fyrir meira en þremur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu