fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Varað við svikulum smið í Grafarvogi – „Hann er drullusokkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein segist hafa greitt smið einum, sem býr í Grafarvogi, 420 þúsund krónur í efniskostnað, en hann hafi síðan hvorki unnið verkið sem hún réð hann til né endurgreitt henni féð.

Konan segist í samtali við DV hafa reynt að fá lögfræðing í málið. Sá hafi sent kröfubréf í tölvupósti til smiðsins en fengið það svar til baka að þetta væri ekki netfang smiðsins. „Þetta kostaði mig 55 þúsund krónur,“ segir konan en hún hefur ítrekað freistað þess að kæra manninn til lögreglu fyrir fjársvik en lögregla hefur hafnað að taka við kæru og segir þetta vera einkamál.

Rætt er um málið í stórum Facebook-hópi og þar varað við því að greiða iðnaðarmönnum fyrirfram vegna efniskostnaðar. Eðlilegast sé að þeir leggi sjálfir út fyrir slíkum kostnaði og rukki eftir á um leið og þeir rukka fyrir vinnuna. Maður einn segist hafa unnið fyrir þennan smið og lagt út fyrir efniskostnaði en hann hafi ekki fengið neitt greitt. Segir hann að tugi aðfarabeiðna hafi verið gefnar út á manninn. Umrædd kona segir þar um þennan smið:

„Hann stelur af fólki. Segist taka að sér verkefni, og þarf fólk að borga fyrirfram. Svo lætur hann sig hverfa. Hann tók að sér verkefni hjá mér, ég lagði inn á hann 16. janúar 2021 420þ. hann sagði að þetta væri fyrir efniðskostnað. Hann hefur ekki látið sjá sig,svarar ekki pósti eða síma .Hann er drullusokkur. Er komin með lögfræðing. Ég veit að það eru margir búnir að lenda í honum, og hafa ekki fengið borgað eða hann hafi gert þau verkefni sem hann hafi lofað.Hvernig ætli skattaskýslan liti út hjá honum.“

DV reyndi að hafa samband við smiðinn en hann svaraði ekki í síma. Þess skal getið að DV hefur ekki skrifleg gögn um athæfi mannsins og ekki sannanir fyrir því að honum hafi verið stefnt vegna svika eða skulda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn