fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Hópslagsmál í Hafnarfirði og vopnað rán í Kópavogi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 07:29

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn vopnaðir hamri og kúbeini frömdu vopnað rán í verslun í Kópavogi í gærkvöldi.

Ruddust þeir inn í verslunina og beittu starfsmann ofbeldi sem haldið var niðri meðan að mennirnir tóku peninga úr peningakassa verslunarinnar.

Að sögn lögreglu hlaut starfsmaðurinn áverka í andliti eftir árásina og er málið nú í rannsókn hjá lögreglu.

Lögreglu var tilkynnt um meðvitundarlausan einstakling eftir hópslagsmál í Hafnarfirði í gærkvöldi. Sá var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar, með meðvitund en þó með áverka.

Lögregla svo fékk tilkynningu um mikil læti frá aðilum á mótorhjólum í hverfi 105 í gærkvöldi. Stuttu síðar var tilkynnt um hópslagsmál þar sem nokkrir væru að lemja einn. Lögregla fór á vettvang en enginn fannst á vettvangi.

Lögreglu í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti og Mosfellsbæ, var tilkynnt um tvo menn með lambhúshettur og hníf vera að hlaupa á eftir ungum dreng.

Mennirnir náðu honum ekki en þegar lögregla kom á vettvang var ekkert að sjá og enginn sem tilkynnti að hafa lent í þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn