fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Haraldur varar við ískyggilegri þróun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 13:00

Haraldur Þorleifsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, varar við heldur skuggalegri þróun á Twitter-síðu sinni.

Hann segir að við séum á leið í einskonar gervigreindarvopnakapphlaup inn í heim sem ekkert okkar vill. Þróun gervigreindar hefur verið hröð á undanförnum árum og hafa menn eins og Elon Musk, sem Haraldur Ingi kannast vel við, varað við því sama.

Í færslu á Twitter-síðu sinni segir Haraldur Ingi:

„Þetta mun gerast án nokkurrar yfirsýnar, án reglugerða, án opinberra skoðanaskipta og án áætlunar um hvað við gerum í kjölfarið. Stjórnmálamenn verða að sameinast um það að hægja á þessari þróun,“ sagði hann í færslu sinni á Twitter í gær sem vakti talsverða athygli.

Eins og fyrr segir hefur Elon Musk, eigandi Teslu, SpaceX og Twitter, varað ítrekað við þessari þróun. Það gerði hann síðast á dögunum í viðtali við CNN. Gekk hann svo langt að segja að gervigreindin gæti gengið að siðmenningunni dauðri.

Þá kallaði hann eftir því, ásamt öðrum frumkvöðlum úr tækniheiminum, að sex mánaða hlé yrði gert á framþróun tækninnar á meðan menn ráða ráðum sínum.

Musk hefur kallað eftir því að eftirlitsstofnun verði komið á fót og hún fái það hlutverk að kalla saman aðila úr þessum geira. Í kjölfarið verði hægt að setja viðeigandi reglur. Mikilvægt sé að bregðast skjótt við því um leið og gervigreindin „hefur tekið stjórnina“ verði of seint að setja lög og reglur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn