fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn gagnrýndur fyrir atvinnuauglýsingu – „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. apríl 2023 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjáskot af atvinnuauglýsingu frá Fiskikónginum, Kristjáni Berg Ásgeirssyni, hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og vakið gagnrýni. Auglýsingin var í formi stöðufærslu á Facebook og þar tók Kristján skýrt fram að hann óskaði eftir karlmönnum til vinnu, ekki konum:

„Okk­ur vant­ar ekki stúlku/​konu/​stelpu. Okk­ur vant­ar karl­kyns mann­eskju í þetta verk­efni svo þið megið sleppa að komm­enta um eitt­hvað órétt­læti og kjaftæði. Hef ekki tíma í að svara ein­hverri vit­leysu. Erum með 50/​50 á okk­ar vinnustað.“

Færslunni hefur verið eytt. Kristján svaraði hins vegar gagnrýnisröddum í annarri færslu í gærkvöld og þar spyr hann hvort íslenska þjóðin sé að breytast í vælukjóa. Hann útskýrir þar hvers vegna hann þarf karlmenn í störfin sem hann auglýsti:

„Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum.

Mig vantar karlmann til þess að sinna ákveðnu starfi innan fyrirtækisins sem er mjög líkamlega erfitt. Hef prófað að vera með stelpu í því og eina stelpan sem hefur getað sinnt þessu starfi er Lovísa systir mín.

En hún er líka algjör nagli.

Líkurnar á að fá svoleiðis eintak eru engar. Meiri möguleikar á að vinna í LOTTÓ.

Þannig að stelpur þurfa ekki að sækja um það starf.

Er með annað starf sem ég réði konu til þess að sinna og byrjar hún næstu mánaðarmót.

Ég þekki alveg mörk þess að hvað þetta tiltekna starf krefst, enda fagmaður í fiskvinnslustörfum. Þetta er karlmannsstarf. Punktur.

Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft.

Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum.

Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?

Hvar er stoltið, eljusemin, krafturinn og þrautseigjan?

Góða nótt.

Þarf að vakna snemma og vinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist