fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Íhuga að breyta nafni Rússlands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. mars 2023 05:15

Rússnesksinnaðir Úkraínumenn fagna Rússum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland mun kannski ekki heita Rússland mikið lengur. Að minnsta kosti ekki í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy, forseti, hefur beðið forsætisráðherra sinn um að kanna hvort rétt sé að breyta nafni Rússlands.

VG skýrir frá þessu og vísar í umfjöllun Novaja Gazeta Europa.

Fram kemur að þetta sé gert í kjölfar undirskriftasöfnunar á netinu sem 25.000 manns hafa skrifað undir.

Samkvæmt tillögunni á að kalla Rússland „Moskvu“ á úkraínsku. Þá er lagt til að Rússneska sambandsríkið, sem er opinbert nafn Rússlands, verði framvegis kallað „Moskvu-sambandið“.

Þessa tillögu má rekja til þess að áður var nafnið „Moskovy“ notað á úkraínsku yfir það Rússland sem var til áður en Pétur Mikli stofnaði Rússneska keisaradæmið 1721.

Þessi tillaga getur verið tilraun til að niðurlægja Vladímír Pútín, því Kyiv, höfuðborg Úkraínu, var miðpunktur ríkisins Rus sem var forveri Rússlands. Með þessu gætu Úkraínumenn gefið í skyn að það sé gamla Rus sem sé forveri Úkraínu nútímans.

Með þessu myndu Úkraínumenn sýna fram á að Úkraína sé hið upprunalega land, hið siðmenntaða Rússland, og að Moskva Pútíns sé eitthvað allt annað. Eins og fram hefur komið telur Pútín að Úkraína eigi sér engan tilverurétt og nú svara Úkraínumenn honum fullum hálsi með þessari tillögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK