fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Segir að síðasta orustan í stríðinu í Úkraínu muni fara fram í vor

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. mars 2023 05:12

Það er engin sæluvist fyrir Úkraínumenn ef þeir falla í hendur Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málaliðarnir í Wagner-hópnum virðast mjakast áfram í sókn sinni að bænum Bakhmut, sem hefur verið kallaður „hakkavélin“ vegna hinna blóðugu bardaga sem hafa geisað þar.

Wagnerliðar segjast munu umkringja bæinn á næstunni og ná honum á sitt vald. Brýr og vegir hafa verið sprengdir þar á síðustu dögum en sögum ber ekki saman um hvort Úkraínumenn séu að fara að hörfa frá bænum.

En þegar heildarmyndin er skoðuð þá er eitthvað miklu stærra undir, að minnsta kosti ef horft er á samanlagða sókn Rússa og þau spil sem Úkraínumenn hafa á hendi.

Rússar skjóta ekki eins mikið með stórskotaliði og áður og Úkraínumenn fara sparlega með nýju skotfærin sem þeir hafa fengið frá bandamönnum sínum á Vesturlöndum. Þetta benti Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa, á í samtali við TV2.

Hann sagði að leyniþjónustuupplýsingar frá Bretlandi og Úkraínu bendi til að Rússa skorti skotfæri fyrir stórskotalið sitt.

Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, telur að Rússar eigi á hættu að verða uppiskroppa með eitt og annað fyrir herinn innan skamms tíma. Í samtali við USA Today sagði hann að ef rússneska hernum mistekst að ná markmiðum sínum í vor, þá muni hann verða uppiskroppa með vopn, skotfæri og aðrar nauðsynjar.

Hann sagði að Rússar hafi eytt gríðarlegu magni af vopnum og öðrum búnaði í stríðinu, svo ekki væri minnst á mannfallið. Hann sagði að rússneskur efnahagur og framleiðslugeta geti ekki dekkað þetta mikla tap.

Kaarsbo sagði að Úkraínumenn hafi ekki sent þá hermenn sína, sem hafa hlotið þjálfun á Vesturlöndum, til Bakhmut og heldur ekki þá skriðdreka sem Vesturlönd hafa gefið þeim. Hann sagði að þeir vilji geyma þetta þar til þeir geti sjálfir gert stóra gagnsókn og að hún muni væntanlega hefjast í apríl.

Budanov sagði í samtali við USA Today að í vor muni Rússland og Úkraína heyja „afgerandi orustu og verði hún hin síðasta áður en þessi stríði lýkur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi