fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Ógnandi maður neitaði að yfirgefa húsnæði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. febrúar 2023 07:44

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöld var tilkynnt til lögreglu um ógnandi mann sem neitaði að yfirgefa húsnæðí í hverfi 105 í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang lét maðurinn illa og lamdi í lögreglubíl. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem vakthafandi varðstjóri ræddi við hann. Að viðræðum loknum var honum ekið heim til sín.

Frá þessu greinir í dagbók lögreglu en þar er líka meðal annars farið yfir eftirlit lögreglu með skemmtistöðum í borginni í nótt. Þrír reyndust vera að sinna dyravörslu í miðborginnni án þess að hafa til þess tilskilin leyfi og inni á einum veitingastað voru of margir gestir þegar lögregla kom á vettvang. Ábyrgðaraðila var tilkynnt að skýrsla yrði rituð vegna brots á lögum um veitingastaði og hann látinn vita að ef lögregla kæmi aftur á vettvang og ekki yrði gætt að gestafjölda yrði veitingastaðnum lokað.

Tilkynnt var um mann sem braut rúðu á hóteli í miðborginnni og var með ógnandi tilburði. Maðurinn var óviðræðuhæfur sökum ölvunar þegar lögregla kom á vettvang og var hann handtekinn. Þegar flytja átti manninn á lögreglustöðina við Hverfisgötu hrækti hann í andlit lögreglumanns sem sat við hlið hans í lögreglubílmum. Var maðurinn vistaður í fangaklefa.

Maður gekk berserksgang í Kópavogi og olli skemmdum. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“