Fréttablaðið fjallar um þessi mál í dag og leggur fram tölur um hversu mikið greiðslubyrði heimilanna vegna óvertryggðra húsnæðislána hefur hækkað.
Er dæmi tekið af 25 milljóna króna króna jafngreiðsluláni. Í maí 2021 var greiðslubyrðin af því 124.353 krónur á mánuði. Í febrúar 2023 er greiðslubyrðin komin í 198.618 krónur. Þetta er um 75.000 króna hækkun á mánuði.
Ef litið er á 50 milljóna króna lán þá greiddi lántakandi 248.706 krónur af því í maí 2021 en í febrúar 2023 er afborgunin 397.237 krónur eða um 148.000 krónum hærri.
Ef litið er á 25 milljóna króna lán með jöfnum afborgunum þá var afborgunin af því 155.000 krónur í maí 2021 en í febrúar 2023 er hún 257.083 krónur. Þetta er hækkun um 102.000 krónur.
Ef litið er á 50 milljóna króna lán með jöfnum afborgunum þá greiddi lántakandinn 310.000 krónur af því í maí 2021 en nú í febrúar þarf hann að greiða 514.167 krónur eða 204.000 krónum meira.