fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ekið á gangandi vegfaranda í miðbænum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. janúar 2023 07:44

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekið var á gangandi vegfaranda í miðborginni í gærkvöld. Var ökumaður bílsins handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Sá sem varð fyrir bílnum slasaðist lítillega og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að maður var handtekinn vegna líkamsárásar og hótana í hverfi 105. Beit maðurinn lögreglumann þegar afskipti voru höfð af honum. Var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Farið var í eftirlitsferði á veitingastaði í miðborginni. Má einn staður eiga von á kæru vegna réttindaleysis dyravarðar.

Tilkynnt var um mann sem var sofandi í stigagangi í fjölbýlishúsi í hverfi 110. Var hann vakinn og hélt sína leið.

Skráningarmerki voru tekin af nokkrum bílum vegna vanrækslu á aðalskoðun. Ennfremur voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og reyndust tveir vera sviptir ökuréttindum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“