fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Stórt gjaldþrot hjá margdæmdum skattsvikara og kennitöluflakkara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. janúar 2023 11:30

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum á þrotabúi K.S.K. 1777, sem áður hét Protak, eld- og hljóðvarnir, er lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Greiddar voru rétt rúmlega 12 milljónir króna upp í forgangskröfur en ekkert var greitt upp í almennar kröfur sem námu rúmlega 108 milljónum króna. Lýstar kröfur voru tæplega 126 milljónir.

Fyrirtækið sérhæfði sig í eld- og hljóðvörnum. Eigandinn, Jón Arnar Pálmason, á að baki langan lista af gjaldþrotum og kennitöluflakki. Í nóvember síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri K.S.K. 1777, bæði hvað varðar skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu skatta.

Jón Arnar var þegar kallaður „margdæmdur skattsvikari“ í frétt  Vísis árið 2015 en þá var hann dæmdur í eins og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum og þurfti að greiða 32,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs.

Protak, fyrirtæki Jóns, er á lista yfir þjónustuaðila í brunavörnum á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar – HMS – er að finna fyrirtækið Protak ehf, sem sérhæfir sig í brunaþéttingum og hljóðvarnarkerfum. Á vef stofnunarinnar eru þjónustuaðilar taldir upp í stafrófsröð, sjá hér

Jón Arnar Pálmason á að baki langan lista af gjaldþrotum og kennitöluflakki, og í flestum eða öllum tilvikum er um að ræða fyrirtæki í sömu starfsemi, þ.e. brunaþéttingum og hljóðvörnum. Samkvæmt heimildum DV hefur verið mælt með starfsemi fyrirtækja Jóns á námskeiðum á vegum HMS.

Sjá einnig: Mæla með starfsemi margdæmds fjársvikara og kennitöluflakkara

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“